Úrval - 01.12.1962, Side 46
54
Gurkar eru með afbrigðum
hjátrúarfullir þegar veikindi er
um að ræða; grípa þá helzt til
bænagerðar og alls konar galdra-
siða. Einkum eru það Gurkakon-
urnar,, sem leggja fyrir sig slík-
ar „galdralækningar“, og gengur
Evrópumönnum illa að uppræta
þá hjátrú.
Að sjálfsögðu njóta þeir ekki
neinnar tæknimenntunar í upp-
vextinum. Éngu að síður eru þeir
flestum jafnfljótir að læra að
taka sundur vélbyssur, hreinsa
og setja saman aftur. En yfir-
leitt virðist þeim meinað að
finna nokkuð upp sjálfum, eða
smíða án fyrirmynda.
. Þrátt fyrir lífsfjör sitt og
líkamlegan þrótt, eru þeir mjög
strangir í kröfum við sjálfa sig
hvað siðgæði snertir.
„Það á sér aldrei stað að við
eigum i nokkrum örðugleikum
með Gurka-hermenn vegija
kvennamála, hvort heldur við
erum á Ítalíu, Indlandi eða í
Afríku. Þeir líta ekki við konum
nema af sinni eigin þjóð,“ segir
einn af hinum brezku foringjum
þeirra.
Aftur á móti er spilaástríða
þeirra-og veiðifýsn lítt viðráð-
anlegir ágallar, ef svo ber undir.
Spilaástríðan er svo rík með
þeim, að heima fyrir eru settar
reglur um ákveðna spiladaga, og
þegar þeir gegna herþjónustu
ÚR VAL
erlendis, verður að veita þeim
ýmsar undanþágur, svo þeir geti
fengið fullnægt þessari ástríðu
sinni.
Hvað veiðifýsn þeirra snertir,
er hún þeim svo í hlóð borin
að fullyrt er að hið eina, sem
geti orðið til þess að þeir óhlýðn-
ist skipunum í orrustu sé það, að
þeir komi auga á héra eða eitt-
hvert annað veiðidýr. Gerist það,
láta þe-ir allar fyrirskipanir lönd
og leið og veita dýrinu eftirför
með miklum fagnaðarlátum.
Ekki er ólíklegt að hinn
strangi, siðgæðislegi sjálfsagi
þeirra, þegar þeir dveljast er-
lendis, eigi að einhverju leyti
rætur sínar að rekja til hinna
hörðu refsingarálcvæða, sem
gilda í heimalandi þeirra fyrir
siðgæðisbrot.
Til skamms tíma hefur sér-
hverjum eiginmanni verið leyfi-
legt að afhöfða með sveðju sinni
hvern þann, sem gerist til að
fífla konu hans. Þessi ákvæði
hafa nú verið milduð á þann
hátt, að slíkum sakborningi skal
stefnt fyrir dóm, og hijóta, reyn-
ist hann sekur, nokkurra skrefa
forskot áður en eiginmaðurinn
hefur eltingarleikinn.
Hauskúpa Gurkanna er í raun-
inn-i mjög þykk og sterk. Þó mun
sú saga orðum aukin, að hestur
yrði draghaltur á afturfæti, eftir
að hafa slegið Gurka í ennið með