Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 50
58
ÚR VAL
er vægum rafstraumi hteypt á
vissa heilavefi.
Rafhöggin eru svo væg, að þú
myndir ekki finna fyrir þeim, ef
þeim væri beint að húð þinni. En
þau eru eftirlíking af þeim eðli-
legu rafhöggum, sem heilafrum-
urnar senda frá sér, þegar þær
þurfa að senda skilaboð eftir
, þeim trill.jónum þráða, sem frá
þeim liggja, og' framkalla eðli-
leg viðbrögð hjá örsmáum ögnum
taugavefs.
Vísindamenn hafa vitað það ár-
um saman, að rafmagnsörvun
yfirborðs heilabarkarins, yzta
lagsins, sem liggur i fellingum,
framkallar viss viðbrögð. En
þetta voru ónákvæm viðbrögð,
svo sem ósjálfráðir kippir í fæti
cða hreyfing fingurs. Nú getur
örvun frá elektróðum, sera kom-
ið er fyrir inni í heilanum, fram-
kallað ósjálfráðar, samræmdar
og markvissar hreyfingar, t. d.
fengið kött til þess að standa í
þrjár fætur, geit til þess að ganga
upp þrep til þess að komast að
vatni, mann til þess að líta við.
Það er næstum enn meira ógn-
vekjandi, að vísindamennirnir
hafa uppgötvað með hjálp e!ek-
tróða sinna vísbendingar um til-
finningastöðvar djúpt í miðheil-
anum, vissa bletti eða kjarna í
heilavefnum, þar sem býr
yfirstjórn þægindatilfinningar
(nautnar), þjáningar, hungurs,
þorsta, kynhvatar og annarra
frumhvata mannsins. Með hjálp
rafmagnsörvunar eru vísinda-
menn að komast að hlutverki
þessara miðstöðva, hvaða áhrif
þær hafa á breytni okkar og
hvernig þær stjórna henni,
livernig' þær bregðast við, þegar
á reynir, og hvernig megi eyði-
leggja sumar þeirra án þess að
skemma hinn hluta heilans, sem
örþrifaráð til þess að vinna bug
á sjúkdómum.
í taugahnyklum, sem grafnir
eru djúpt í miðheilanum, eru til-
dæmis tvö svæði á stærð við
hnetu, globus paliidus og thala-
mus að nnafni, sem samræma
hreyfingar, sem orðnar eru sjálf-
ráðar, svo sem gang, vélritun og
girskiptingu. Vísindamennirnir
héldu því fram, að það hlytu að
vera skemmdar frumur 1 þessum
miðstöðvum, sem yllu skjálfta
þeim, stirðnun og erfðileikum
við gang og stöður, sem ein-
kenna Parkinsonssjúkdóminn,
„multiple scerosis“, og suma aðra
taugasjúkdóma. Þeir ályktuðu
því, að nægilegt væri að eyði-
leggja hinar skemmdu frumur
tii þess að skjálfti og stirðnun
Parkisonssjúkdómsins hætti.
Á síðasta áratug hefur dr. Irv-
ing S. Cooper í New York fundið
upp og fullkomnað snjallar að-
ferðir við skurðaðgerðir á jiess-
um taugamiðstöðvum. Hann finn-