Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 53
KÖNNUN A HEILA LIFANDI MANNA
61
En nú sýna rannsóknir á hinn
bóginn, að í stað skýrt afmark-
aðrar sérhæfingar vissra svæða,
er hið gagnstæða fremur satt:
vöxtur heilabarkarins hefur gert
mögulega dreifingu á stjórn
hinna ýmsu hæfileika, en sé ein-
hver þeirra skemmd eða fari úr
sambandi, mun önnur reyna að
bæta tap þetta upp. Heilabörkur-
inn býr yfir furðulegri getu til
þess að endurskipuleggja starf-
semi sína og jafna sig eftir áföll.
Nú geta heilaskurðlæknar fram-
kvæmt uppskurði á þeim svæð-
um, sem þeir þorðu ekki að
snerta áður fyrr.
Þeir vita til dæmis, að sé
Broca-svæðið tekið algerlega
burt, veldur slíkt sjaldan meiru
en málhelti um takmarkaðan
tíma, en svæði þetta er í heila-
berki vinstra framgeirans, og
var það eitt sinn álitið ómissandi
fyrir tal manna. Aðrar stöðvar
taka þá við talstjórninni. Eitt
sinn var ungur hermaður skorinn
upp við flogaveiki, og tók dr.
Penfield þá burt hluta af heila-
berkinum, sem næstur var tal-
stöðinni. Fyrst eftir uppskurðinn
gat sjúklingurinn ekki nefnt
nöfn ýmissa hluta. Hann kallaði
trumbu „eitthvað, sem barið er
á“. Epii kallaði hann „eitthvað,
sem maður borðar“. En þegar
önnur svæði heilans tóku við tal-
stjórninni, öðlaðist hann smám
saman fyrri hæfileika.
Með hjálp elektrónanna, sem
sökkt er nú í djúp heilans, hafa
kortlagningamenn heilans fengið
meiri áhuga á heiladjúpunum,
miðhluta heilans eða „gamla
heilanum“, svæðinu umhverfis
heilastofninn. Nákvæmar athug-
anir á dýrum og mönnum hafa
sýnt, að á því svæði, eða nánar
til tekið í hypothalamus, sem er
á stærð við sykurmola, og á „sept-
um“-svæðinu eru hinar voldugu
miðstöðvar tilfinningalífsins.
Samkvæmt boðum frá þessum
stöðvum fyllumst við ofsareiði,
skjálfum af ótta, flýjum í ofsa-
hræðslu eða bráðnum af ofur-
ást.
Frumrannsóknir þessara stöðva
voru framkvæmdar fyrir aðeins
nokkrum árum af dr. James Olds,
sem var þá við McGill-háskól-
ann, en er nú við Michigan-há-
skólann. Olds kom fyrir elektróð-
um í hypothalamus og á „ept-
um“-svæðum í rottuheilum, síðan
kom hann fvrir tækjum á þann
hátt, að rotturnar gátu með raf-
straum örvað þessi svæði með
því að koma við handföng eða
hnappa með fótunum. Afleiðing-
arnar voru furðulegar. Þegar
elektróðunum var komið fyrir á
vissum stöðum, ýttu rotturnar
einu sinni við handfanginu, en
komu síðan aldrei nálægt því
aftur. En væri elektróðunum