Úrval - 01.12.1962, Page 54
62
komið fyrir á einhverjum öðrum
stað, fannst dýrunum þessi örv-
un vera algerlega ómótstæðileg.
Banhungraðar rottur þutu fram
hjá matnum til þess að ýta við
handfanginu. Aðrar héldu áfram
að ýta við því hvað eftir annað,
þangað til þær hnigu niður ör-
magna. Sumar ýttu við handfang-
inu samtals 5000 sinnum á kl.st.
Tilraunir þær, sem vekja menn
til mestrar umhugsunar á þessu
sviði, hafa nu verið framkvæmd-
ar í samtals 13 ár undir stjórn
dr. José M. R. Delgado við Yale-
háskólann ,Dr. Delgado hefur
með hjálp elektróða, sem komið
er fyrir um lengri tíma í heila
dýra, og rafmagnsörvunar, feng-
ið dýrin til þess að háma i sig
mat, líkt og þau hefðu ekkert
borðað í langan tíma, þótt þau
væru nýbúin að borða sig mjög
vel södd. Hann hefur gert hrædda
apa mjög illa og herskáa, og
hann hefur breytt einræðissinn-
uðum öpum í mestu skræfur.
Hann hefur örvað feimna karl-
apa til þess að leita á undrandi
kvenapa, sem með þeim eru í
búrunum.
En mun rafmagnsörvun til-
finningastöðva hafa áhrif á fóllc?
Svarið er jákvætt. Á því leikur
enginn vafi. Við rannsóknir á
geðveikissjúklingum í Osló, en
þær voru undanfari skurðað-
gerða á þeim, tókst dr. C. W.
ÚRVAL
Sem-.Tacobsen, þekktum norskum
taugaeðlisfræðingi, að vekja
bæði þægilegar og óþægilegar
kenndir sjúklinganna með raf-
magnsörvun á hypathalamus og
öðrum svæðum heilans. Dr. Ro-
bert G. Heath við Tulaneháskól-
ann hefur örvað „septum“-svæði
lieilans og framkallað hvatleika
og geislandi velliðunarkennd.
Sjúklingar, sem höfðu miklar
þjáningar vegna liðagigtar og
krabbameins, fundu það tafar-
laust, að það dró úr þjáningum
þeirra, og stundum stóð það á-
stand í 2—3 daga.
Þessar og svipaðar tilraunir
stefna að djörfu markmiði: völd-
unum yfir frumhvötum mann-
anna, lagfæringu á jafnvægis-
leysi, sem veldur geð- og' til-
finningatruflunum og' alls lcónar
líkamlegum sjúkdómum, sem
tengdir eru andlegu ástandi
(psychosomatiskir). Dr. Olds
hefur þegar uppgötvað chlor-
promazine, en það er róandi lyf;
sem deyfir nautna- og þæginda- ^
kenndakjarna, en hefur miklu
minni áhrif á þjáningar, sem lúta
yfirstjórn heilans. Hann segir
að síðustu, að það sé líklegt, að
smám saman „munum við verða
fær um að stjórna ýmsumhvötum
mannsins með lyfjum“. Þannig
gæti farið, að þetta myndi leiða
tíl þess, að framleiddar yrðu pill-
ur, sem myndu draga úr hungur-