Úrval - 01.12.1962, Page 58
(56
En hárið rís í raun og veru, ef
við verðum ofsahrædd eða okkur
verður skyndilega kalt. Örlítill
vöðvi er festur við hvert hár. Ótti
eða kuldi kemur vöðvanum til
þess að dragast saman, sem fær
síðan hárið til þess að rísa.
Styrkleiki hárins er ótrúlegur.
Eitt venjulegt hár er nægilega
sterkt til þess að valda kvart-
punds þunga. Þegar ihugað er,
að í venjulegum hársverði eru
töluvert meira en 100,000 einstök
hár, sýnir einfaldur útreikning-
ur, hve geysimörgum tonnum
höfuðhár eins manns gætu vald-
ið, ef þess gerðist þörf.
Hárið er líka teygjanlegt.
Venjulegt einstakt hár má teygja
svo, að það verði fimmtungi
lengra e-n það upphaflega var, og
það skreppur aftur saman eins og
teygjuband. Rannsóknir hafa
leitt í ljós, að þegar hárið er
rakt, er hægt að teygja það allt
að 70% af lengd sinni, án þess
að það slitni. Og sé það lagt í
sjóðandi vatn eða því haldið yfir
gufu, er hægt að teygja það svo,
að lengd þess tvöfaldist.
Hárið vex i hársekkjum, örlitl-
um rörmynduðum göngum, sem
eru dreifð yfir allan hársvörðinn.
Sérhver hársekkur nær um hálf-
an þumlung inn fyrir yzta lag
húðarinnar. Neðst í hverjum hár-
sekk er svolítill vefur, sem blóð-
æðar iykja um, en þaðan fær
ÚRVAL
hárið næringu sína. Hár þitt mun
halda áfram að vaxa, á meðan
hársekkurinn er óskddaður og
ekkert hindrar eðlilegt blóð-
streymi. til vefsins við rót hár-
sekksins.
Hár vex hraðast, rétt eftir að
því skýtur upp úr hársverðinum.
Venjulegt nýtt hár lengist um %
úr þumlungi á mánuði.siðan verð-
ur vöxtur þess hægari. Hvert hár
iifir í sex mánuði til fjögur ár,
deyr síðan og dettur af, en nýtt
vex upp úr sama hársekk. Þegar
hár er rifið upp með rótum, mun
nýtt hár vaxa á sama stað, en
það nnin taka það 6—12 vikur
að komast upp úr hársverðinum.
Hárið lengist, þegar rakt veður
er, en styttist í þurrviðri. Svo
næmt er það fyrir raka, að
mannshár eru notuð við fram-
leiðslu „hygrometra“, en það
eru tæki, sem mæla raka. í hvert
tæki er notað eitt hár, sem er
teygt og fest við nál á skífu,
þannig að tækið sýnir, ef hárið
tognar eða skreppur saman. <
Framleiðendur hafa komizt að
þvi, að ljóst hár er bezt í þess-
um tilgangi, þar sem það er næm-
ast fyrir raka.
Sértu að hugsa um að lita hár-
ið, ættirðu að hugsa þig tvisvar 1
um, áður en þú gerir það. Litar-
efni úr jurtarikinu eru að vísu
minnst skaðleg, en húðsjúkdóma-
fræðingar hafa samt komizt að