Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 62
f
70
/
var eðlilega farið að rannsaka
ýmislegt, sem fólk andar að sér
og sogar í sig, svo sem tóbaks-
reyk.
Árið 1939 var fyrst skýrt frá
niðurstöðu fjölmargra tilrauna
þessu viðvíkjandi. Við rannrókn-
ir þessar voru reykvenjur sjúkl-
inga með lungnakrabba bornar
saman við reykvenjur ýmissa,
sem ekki þjáðust af iungna-
krabba. Kom það þá i Ijós, að
hærri hlntfallstala sjúklinga með
lungnakrabba reykti vindlinga,
en iiinir, sem ekki þjáðust af
iungnakrabba. Síðan hafa um 30
svipaðar rannsóknir átt sér stað,
sem leitt hafa til svipaðrar niður-
stcðu í öllum meginatriðum.
Nýafstaðin rannsókn sýndi, að
92r/r þeirra, sem af iungnakrabba
þjáðust, reyktu vindlinga, en að-
eins 73% liinna. 53% hinna sjúku
reyktu mikið, en aðeins 23%
liinna. Sumar þessara rannsókna
beindust að kvensjúklingum, og
var þar um svipaðar niðurstöður
að ræða og hjá karlsjúklingum.
í Bandaríkjum Norður-Ame-
ríku og Stóra-Bretlandi voru
lagðar spurningar fyrir vissa
hópa fólks í þrem sjálfstæðum
rannsóknum. Var fólk þetta
spurt um reykingavenjur sinar,
og síðan var fylgzt með hópum
þessum í nokkur ár til þess að
ganga úr skugga um hlutfalls-
tölu mannsláta og dánarorsakir.
ÚRVAL
Reykingar og dánartölur.
í einni slíkri rannsókn, sem
Bandariska krabbameinsfélagið
hafði með höndum, var fylgzt
með 187783 hvítum mönnum frá
50—69 ára gömlum i 44 mánuði.
Meðal þeirra, sem aldrei reyktu
vindlinga, var dánartala af völd-
um lungnakrabba 12,8 fyrir hver
100.000 aldursár, en 127,2 meðal
þeirra, sem vitað var um, að
höfðu reykt vindlinga.
Dánartalan jókst einnig hlut-
fallslega með vaxandi fjölda
vindlinga, sem reyktir voru, og
dánartala þessi meðal fyrrver-
andi reykingamanna var einnig
lægri on meðal þeirra, sem enn
reyktu. Yfirleitt hafa þessar
rannsóknir allar bent til þess, að
dánartala af völdum lungna-
krabba meðal þeirra, sem vindl-
inga reyktu, væri nm tíu sinnum
hærri en meðal þeirra, sem ekki
reyktu.
Tvær helztu skýringar, sem
taka verður til greina, eru þess-
ar: 1. Vindlingareykingar vatda
lungnakrabba (sögnin „að valda"
er notuð hér í víðtækri merkingu.
Skilgreina má „orsök“ á þann
hátt, að væri hún fjarlægð úr
umhverfinu, myndi slíkt hafa
það í för með sér, að dræg'i úr
einhverjuin tilteknum sjúkdómi).
2. Sambandið er óbeint afleið-
ing af þvi, að til er einhver sam-
eiginlegur, óþekktur þáttur, sem