Úrval - 01.12.1962, Síða 65
KRABBAMEIN OG VINDLINGAR
reykinga og lnngnakrabba er að-
eins óbeint.
Serkenni reykingamannsins.
Við framkvæmd slíkra rann-
sókna skyldi það haft í huga,
að hver sá munur, sem er á fólki,
sem reykir vindlinga, og því,
sem ekki reykir þá, verður að
minnsta kosti að vera eins mikill
og sambandið milli vindlinga-
reykinga og lungnakrabba.
Þvi minni munur sem er á
fólki því, sem reykir vindlinga,
og því, sem reykir þá ekki, sam-
kvæmt niðurstöðu rannsóknar-
innar, þeim mun minni líkur eru
á þvi á hinn bóginn, að samband-
ið milli reykinganna og lungna-
krabbans sé aðeins óbeint.
Nokkrar rannsóknir hafa bent
til, að um sé að ræða ýmislegan
mun á þeim, sem vindlinga
reykja, og þeirn, sem ekki reykja
þá.
Fólk, sem reykir vindlinga,
neytir yfirleitt meira áfengis,
drekkur meira af svörtu kaffi,
skiptir oftar um störf, stundar
meira íþróttir og gefur önnur
svör við spurningum tilfinninga-
legs eðlis, þegar slíkur spurninga-
listi er lagður fyrir það. Það eru
meiri líkur til þess, að annað
foreidri þessa fólks að minnsta
kosti hafi haft of háan blóðþrýst-
ing eða kransæðastíflu, og for-
73
eldrar þeirra eru síður innflytj-
endur.* *
En í e-ngu þessara sambanda
er mismunurinn milli þeirra,
sem vindlinga reykja, og þeirra,
sem reykja þá ekki, nægilega
mikill til þess að gefa nógu góða
skýringu á sambandi vindlinga-
reykinga og lungnakrabba. Hing-
að til hafa niðurstöður þessara
rannsókna dregið úr líkunum
fyrir því, að lcenningin um ó-
beint samband eingöngu sé senni-
leg.
Þriðja aðferðin beinist að því
að reyna að uppgötva aðra þætti
umhverfisins, scm áhrif kynnu að
hafa. Jafnvel þótt sambandið
milli vindlingareykinga og
lungnakrabba sé viðurkennt, er
ekki þar með sagt, að vindlinga-
reykingar séu eina orsökin. Fólk,
sem ekki reykir, fær einnig
lugnakrabba.
Sumar rannsóknir benda á-
kveðið til vissra áhrifa í þá átt
frá atvinnu manna, svo sem í
krómiðnaðinum. . Lungnakrabbi
vex hlutfallslega, eftir því sem
neðar dregur i þjóðfélaginu.
Nokkrar rannsóknir hafa bent til
þess, að innflytjendum* liætti
fremur til að fá lungnakrabba
* Hér er augsýnilega miðað
við Bandariki N.-Ameríku. Þýð.
* Hér er augsýnilega miðað
við Bandaríki N.-Ameríku. Þýð.