Úrval - 01.12.1962, Síða 66
ÚR VAL
74
en þeim, sem í iandinu cru fædd-
ir.
Síaðlölulegar mótbárur.
Þegar öilum þessum sönnunar-
gögnum er safnaS saman, virðist
sem tilgátan um tengsli vindl-
ingareykinga og lungnakrabba sé
mjög sennileg. En þrátt fyrir
sönnunargögnin, hafa samt ver-
ið bornar fram mótbárur.
Ætla mætti, að hættan á mynd-
un lungnakrabba væri meiri hjá
þeim, sem reykja ofan í sig, en
þeim, sem ekki gera það, ef svo
er, að vindlingareykingar valdi
lungnakrabba vegna krabba-
meinsvekjandi efnis í tóbaki. En
rannsókn sú, sem þeir Doll og
Hill framkvæmdu þessu viðvíkj-
andi, benti ekki til neins slíks
mismunar.
En þrjár nýrri rannsóknir
veita aftur á móti þær niðurstöð-
ur, að aukin hætta á myndun
lungnakrabba sé því samfarandi,
að reykt sé ofan í sig. Ekki er
augljóst, hvers vegna niðurstöð-
ur rannsóknar þeirra Doll og
Hiil eru aðrar en hinna rann-
sóknanna. Sönnunargögn þau,
sem nú eru fyrir hendi, virðast
benda til þess, að um slíka aukna
hættu sé einmitt að ræða.
Einnig hafa lcomið fram þær
mótbárur gegn kenningunni um
samband vindlingareykinga og
lungnakrabba, að ekki fái allt
það fólk, sem vindlinga reykir,
lungnakrabba. f rauninni er
hættan á, að miklir vindlinga-
neytendur dejú úr lungnakrabba,
einn á móti tíu, þegar miðað er
við allt æviskeiðið.
Mismunur eftir kynferði.
Ekki sýkjast allir þeir af sjúk-
dómum, sem neyta skemmdrar
fæðu eða óhreins vatns. Ekki er
heldur um það að ræða, að allir
þeir, sem komast i snertingu við
eiturefni i iðngreinum þeim, þar
sem þau eru um hönd höfð, fái
sjúkdóma, sem efni þessi geta
valdið. Um er að ræða ýmisleg
atriði, sem hafa áhrif á það, hvort
einstaklingurinn er móttækilegur
fyrir áhrif slíkra efna.
Við höfum aðeins nægilegar
upplýsingar um nokkra sjúk-
dóma, til þess að geta ákvarð-
að, mælt eða greint móttækileika
einstaklingsins fyrir þeim. En
ekki virðist þörf fyrir að bíða
eftir fleiri slíkum sönnunum í
baráttunni gegn lungnakrabban-
um.
Mismunur eftir kynferði getur
haft mögulega þýðingu, hvað
snertir móttækileikann fyrir
lungnakrabba: körlum hættir
miklu fremur til þess að fá hann
en konum. Skiptar eru skoðanir
á því, hvort skýra megi þennan
mun móttækileika með ólíkum