Úrval - 01.12.1962, Síða 68
76
þess að ákvarða samband krabba-
meins og ýmissa efna i iðnaði,
sama eðlis, og jafnvel ekki eins
víðtæk, og þau, sem þegar eru
fyrir hendi, hvað snertir sam-
band vindlingareykinga Dg
lungnakrabba.
Ákvörðunin um það, hvers
konar sönnunargögn og hve mikil
séu nauðsynleg til þess að sanna
slíkt samband, er aðeins komin
undir viðhorfi þess, sem ákvörð-
unina tekur.
Fullvissa og heilsa almennings.
Vísindamaður, sem vinnur á
rannsóknarstofu og er ekki beint
ábyrgur fyrir heilsu almennings,
kann að krefjast svo mikilla og
víðtækra sönnunargagna, að
hann geti sagt, að niðurstöður
hans um samband þetta sé allt
a, 99% réttar. Hann vill vera al-
gerlega viss.
Á hinn bóginn getur embættis-
manni, sem að opinberri heilsu-
gæzlu vinnur, fundizt sem hann
þurfi ekki algerar sannanir, áður
en hann krefst varnaraðgerða.
Hann kynni að álíta, að 55%
möguleiki fyrir því, að hann
hefði á réttu að standa, væri
nægilegur grundvöllur fyrir
varnaraðgerðir.
Embættismenn, sem vinna að
opinberri heilsugæzlu, hafa rann-
sakað þessi sönnunargögn ná-
ÚRVAL
kvæmlega, og þeir álíta, að þau
megi réttilega túlka á þann hátt,
að þau bendi til þess, að vöxt
lungnakrabbans megi i ríkum
mæli rekja til vindlingareykinga.
Þær varnaraðgerðir, sem þörf
væri fyrir, hafa aldrei verið
reyndar á kerfisbundinn hátt.
Það er almennt álitið, að það
yrði erfitt, ef ekki alveg ómögu-
legt, að fá fullorðið fólk til þess
að hætta að reykja.
Konunglega brezka læknafélag-
ið The Royal College of Physi-
cians) hefur mælt með þvi, að
komið sé á stofn sérstökum
sjúkradeildum til þess að hjálpa
þeim, sem eiga erfitt með að
venja sig af reykingum, og að
verð á vindlingum verði hækkað
til þess að hvetja fólk til þess
að hætta annað hvort algerlega
við þá eða snúa sér að pípum
eða vindlum, sem eru ekki eins
skaðvænlegar reykingaaðferðir.
Könnun, sem efnt var til af
Iæknum í Massachusettsfylki
árin 1954 og 1957, bendir til þess,
að reykingavenjur hafi breytzt.
Árið 1954 reyktu 52% lækn-
anna vindlinga, en aðeins 39%
árið 1959. Árið 1954 reyktu 34%
þeirra ails ekki, en árið 1959 var
sú tala komin upp i 45%.
Önnur spurning hefur oft ver-
ið borin fram og rædd, en hún
er á þá leið, hvort það myndi
ef til vill verða auðveldara að