Úrval - 01.12.1962, Side 69
KBABBAMEIN OG VINDLINGAR
77
hafa áhrif á framtíðarvenjur
unglinga en rótgrónar venjur
fullorðinna.
Beztu varnaraðgerðirnar myndu
liklega byggjast á niðurstöðum
frekari rannsókna, þannig að
hægt yrði að einangra og fjar-
lægja hin skaðvænlegu efni
tóbaksins eða vinna gegn eitur-
áhrifum þeirra.
Önnur möguleg aðferð, sem
ekki hefur fengið mikinn hljóm-
grunn, snertir móttækileika
hinna ýmsu einstaklinga fyrir
lungnakrabba. Væri hægt að
finna aðferð til þess að þekkja
úr einstaklinga, sem eru sérstak-
lega móttækilegir fyrir lungna-
krabba, þegar þeir verða fyrir
krabbameinsvekjandi áhrifum
umhverfisins, þá væri kannske
mögulegt að sannfæra þá um, að
þeir ættu , að hætta að reykja
vindlinga.
Nokkur orð um banana.
Bananar eru Þeir ávextir, sem taldir eru auðmeltanlegastir.
1 þeim er svo til ekkert tréni og verða því slímhimnurnar ekki
fyrir ertingu. Stappaðir bananar eru Því hin heppiíegasta nær-
ing jafnvel fyrir kornabörn.
Bananar vaxa á trjám, sem geta orðið allt að 10 metrar á
hæð. Á hverju tré vex aðeins einn klasi, en í honum geta
verið allt að 300 bananar. Grænir og hálfþroskaðir klasarnir
eru skornir af trjánum og sendir þannig út um allan heim
með skipum. Þá verður kalt loft að leika um ávextina og hit-
inn má ekki vera nema 13° G. Þegar banönunum er skipað
upp á áætlunarstað eru þeir fluttir beint í „þróunarstöðvar",
þar sem ávöxturinn nær fullum þroska á 4—6 dögum.
1 100 gr. af banönum eru 85 hitaeiningar. Þar eru einnig
eggjahvítuefni, kolvetni, kalk, fosfór og járn. í þessum 100 gr.
eru auk þess A, B og C fjörvi 200, 50 og 150 alþjóðaeiningar.
Einnig er nokkuð af D og E fjörvi. 1 banönum er engin fita.
Bananar eru auðmeltanlegir vegna þess að mestur hluti kol-
vetnanna í þroskuðum ávextinum eru sykursambönd. Bananar
geta haft heppilegar verkanir á maga- og þarmasjúkdóma.
Vegna mikils sykurinnihalds eru þeir ekki heppilegir fyrir
sykursýkisjúklinga.
Þýtt og endursagt úr grein eftir Karl Abrahamsen.
— Ljósmæðrablaðið.