Úrval - 01.12.1962, Page 70
A að afnema bernskuna?
Foreldrar ætlast yfirleitt til of
mikils af börnum sinum. — Hinar
óeölilegu kröf ur nútímans á hendur
börnunum eru þeim sizt til hjálpar.
Eftir Norman Lobsenz.
ÞEG'AR ég var lítill
RW/ya drengur, kröfðust for-
eldrar lítils meira af
börnum sínum en að
þau væru „góð“ eða „hegSuðu sér
vel“. Sérhvert það afrek, sem
unnið var þar fram yfir, svo sem
að ná háum einkunnum í skóla
eða að vera valinn foringi
iþróttaflokks eða formaður ein-
hvers félags, var skoðað sem
nokkurs konar aukavinningur.
En nú á dögum er ætlazt til þess
af börnum, að þau séu gáfuð og
snjöll, eða þá vinsæl. Af drengj-
unum er þess krafizt, að þeir séu
íþróttagarpar hinir mestu, og af
stúlkunum, að þær leggi aíla að
fótum sér í dansskólanum. Ætl-
azt er til þess, að unga fólkið,
og á ég þá sérstaklega við barna-
skólanemendur frá 6—14 ára ald-
urs, vinni af miklu kappi, sýni
stöðuga viðleitni, keppi við aðra.
Börnunum er gert að stefna að
markmiðum fullorðins fólks, og
þess vegna eru þau hvött til þess
að hugsa og hegða sér eins og
það, svo að þau megi ná því
marki, sem fullorðna fólkið hef-
ur sett þeim. Þessi börn eru í
stuttu máli sagt rekin með harðri
hendi og allt of snemma inn í
veröld fullorðna fólksins með öll-
um hennar þvingunum og allri
hennar margvislegu ábyrgð.
— Úr Redbook, stytt —
78