Úrval - 01.12.1962, Síða 72
80
ÚR VAL
lisía þennan í hendinni til þess
að spyrja sig, hve fljótt þau
þyrftu að sækja um inntöku í ein-
hvern þessara skóla.
Þaði hefur verið venja að álíta
bernskuna ve-ra það tímabil, þeg-
ar eyða megi og eyða eigi í viss-
um mæli tímanum án þess að
hafa nokkuð sérstakt fyrir stafni,
og slíkt eigi ekki að hafa í för
með sér neitt samvizkubit. En
samt er hið unga, og þó gamla,
barn nútímans oft önnum kafið
frá morgni til kvölds við nám, í
alls konar kennslutímum, á fé-
lagafundum, við iþróttaæfingar, í
kynnisferðum í leikhús, söfn og
svipaðar stofnanir, svo að það
megi drekka í sig menningu full-
orðna fólksins, já og í óteljandi
sértímum, -— í tennistímum,
sundtímum, keiluspilstímum,
teikni- og málunartímum, einka-
tímum í reiðskólum o. fl. Átta
ára gamatl sonur minn spurði ný-
lega vin sinn, hvort hann vildi
ekki koma til sín og leika sér
við sig að skólatíma loknum.
Drengurinn dró upp minnisbók.
„Ég er að fara i sundtíma á eftir,“
sagði hann, „og á morgun fer ég
í píanótíma, en svo er ég laus á
föstudaginn, ef þú ert þá laus.“
Barnið hefur annað tímaskyn
en hinir fullorðnu. Því virðist
sem mínúturnar séu oft klukku-
stundir. En samt er það neytt
til þess að reyna að tileinka sér
tímaskyn hinna l'ullorðnu, sem
mæla tímann í mínútum og
klukkustundum og miða allt við
klukkuna. Dr. Victor Balaban,
formaður Fjölskylduleiðbeininga-
stofnunar (Family Counse-ling
Service) í Scarsdale í New York-
fylki mælir á þessa leið: „Oftast
er þessi starfsemi og þessi við-
fangsefni barnanna alveg þarf-
laus eða ástæðulaus. Mörg börn
eiga sér raunveruleg áhugamál,
sem þau geta ekki rækt, vegna
þess að þau eru svo önnum kafin
við alls kyns viðfangsefni, sem
þau kæra sig alls ekkert um.“
A sama hátt er ætlazt til þess
af börnunum, að þeim gangi vel
í félagslegu tilliti, t. d. í sain-
kvæmislífinu. Dansleikir, stefnu-
mót og alls kyns barnaboð byrja
snemma í sumum hverfum.
Stundum gráta litlar 10—11 ára
stúlkur sig í svefn á kvöldin,
vegna þess að þeim er ekki boð-
ið upp i dans á skóladansæfing-
um. Vinsældir drengjanna eru
tengdar þeirri félagsstarfsemi,
sem þeir eru viðriðnir, eða þá
hæfni þeirra til íþróttaiðkana.
Faðir nokkur óskaði þess heitt,
að 13 ára gamall sonur hans yrði
knattspyrnuhetja. Því lét hann
hann æfa sig í klukkustund á
hverju kvöldi. Honum var ekki
leyft 'að leika sér í knattspyrnu
við vini sína, vegna þess að fað-
ir hans áleit, „að þá tileinkaði