Úrval - 01.12.1962, Page 74
82
U R VA L
eða öðru vaxtarskeiði þess. En
barnið mun mæta örðugleikum,
þegar við hvetjum það óeðlilega
mikið, þvingum það um of . . .
til þess að vera snjallara en það
er fært um, til þess að gerast
foringi, þótt það sé ekki reiðu-
búið til forystu.“
Sumir foreldrar krefjast þess
af barni sinu, að það keppi að
marki, sem það getur alls ekki
náð. „Við viljum ekki aðeins, að
drengurinn taki barni nágrann-
ans fram,“ segir Sansford Sher-
man, „heldur viljum við, að hann
sé eins gáfaður og snjall og barn
nágrannans í húsinu við hliðina
á okkar húsi, eins fallegur og
barnið, sem býr hinum megin
við götuna, eins mikil íþrótta-
hetja og strákurinn, sem býr neð-
ar í götunni, og eins öruggur í
framkomu og strákurinn, sem
býr í næstu götu. Við búumst við
því af honum, að hann sé fyrir-
mynd bandarískra drengja. Þess
vegna þroskast hjá drengnum
þörf til þess að keppa við aðra
og jafnframt sú kennd, að slíkt
sé alveg vonlaust.“
Börn læra það snemma, að þau
ávinna sér hrós, ef þeim gengur
vel, og ávítur, ef þeim gengur
illa. Barn, sem getur ekki stöð-
ugt staðið sig eins vel og foreldr-
arnir búast við af þvi, byrjar því
fljótt að glata sjálfstrausti sínu
og þeirri kennd, að það sjálft sé
einhvers virði, en sú kennd gerir
hinum fullorðnu það einmitt
kleift að mæta vandamálum lífs-
ins af öryggi og krafti. Foreldr-
ar ættu að hvetja barnið sitt til
þess að reyna að gera sér grein
fyrir því, að samkeppnin er ein
af staðreyndum lífsins, en slíkt
skyldi aðeins gerast smátt og
smátt, eftir því sem barninu vex
þróttur til þess að taka þátt i
henni.
Það eru að vísu ekki til neinar
vissar, algildar reglur, sem for-
eldrar geta farið eftir, þegar þeir
vilja snúast gegn öflum þeim,
sem hrinda börnum þeirra allt
of snemma inn í heim hinna full-
orðnu, en samt má styðjast við
ýmislegt sér til leiðbeiningar i
þessu efni:
. . . Reynið að gera greinar-
mun á þeirri eðlilegu hvatningu
og þeim eðlilegu þvingunum, sem
beinast ættu að barninu og óeðli-
lega mikilli hvatningu eða óeðli-
lega miklum þvingunum, sem
kunna stundum aðeins að vera
endurspeglun of mikillar metn-
aðargirni foreldranna.
. . . Reynið að hamla gegn
allri óheilbrigðri hvatningu um-
hverfisins, óheilbrigðum þving-
unum þess, sem beint er gegn
barninu til þess að fá það til þess
að verða enn kappsfyllra, sýna
enn glæsilegri árangur, eða að