Úrval - 01.12.1962, Side 75
Á AÐ AFNEMA BERNSKUNA?
laga sig aS öllu leyti eítir venj-
um þess. „Margir foreldrar hamla
alls ekkert gegn slíkri hvatningu
og slíkum þvingunum, vegna
þess að þeir álita, að engir aðrir
séu á móti þeim,“ segir dr. Bala-
ban. Foreldrafélög skólanna og
svipuð samtök geta unnið gegn
slíkri óheilbrigðri hvatningu, ef
þau eru notuð á skynsamlegan
hátt sem miðlun ýmislegra skoð-
ana á eðli og lögmálum umhverf-
isins fremur en tilefni til kaffi-
samkvæma.
. . . Iíomizt nákvæmlega að því,
hversu miklar kröfur eru gerðar
til tíma þess, sem barn yðar hef-
ur yfir að ráða. Sé það ofhlaðið,
skuluð þér hjálpa því til þess að
draga úr þátttöku þess eða jafn-
vel binda endi á hana í sumum
tilfellum. Frú Ciifford Jenkins,
formaður Landssambands for-
eldrafélaga skólanna (National
Congress of Parents and Teach-
ers), mælti þessi orð við mig:
„Fyrir tíu árum stakk ég upp á
því, að foreldrar semdu skrá yfir
starfsemi og viðfangsefni barna
sinna, og þá myndu þeir gera sér
grein fyrir því, hversu lítinn
tíma börnin hafa sjálfum sér
einum til handa . . . til dag-
drauma sinna, frjálsra leikja,
skemmtilestra eða raunverulegr-
ar þátttöku í lífi fjölskyldunnar
sem einn meðlimur hennar. Nú
virðist enn hafa verið hert á
83
kröfunum, sem gerðar eru til
tíma barnanna.“
. . . Bindið yður ekki allt of
fast við tafarlausan árangur af
námi og starfi barnanna né hafið
of miklar áhyggjur af honum.
Hugsið yður heldur eitthvert
framtiðarmarkmið, sem barnið
geti lceppt að á löngum tíma. For-
eldrar ættu að gera sér grein
fyrir möguleikum þeim, sem búa
í börnum þeirra, . . . gera sér
grein fyrir þvi, hverju þau muni
geta afrekað í framtiðinni á
sinn eigin hátt . . . þegar þeirra
tími er kominn. En jafnframt er
það einnig mikilvægt, að ein-
hverju fjarlægu framtíðarmark-
miði sé ekki stöðugt veifað
framan í barnið sem hinum al-
gilda sannleika og hinni óve-
fengjanlegu staðreynd . . . sem
svari við öllum spurningum.
Börn eru ekki nægilega þroskuð
tilfinningalega til þess að geta
samið raunverulegar framtíðar-
áætlanir. Það er ekki hægt að
ætlast til þess af barni í barna-
skóla, að það setji sér sem mark-
mið inntöku í háskóla, fraím-
tíðarstarf eða hjónaband.
Allra mikilvægast er þó, að
barnið viti, að það sé elskað
vegna þess sjátfs, jafnvel þótt
því mistakist eða það vilji alls
ekki keppa að neinu marki. Það
er furðuleg, mótsagnakennd stað-
reyild, að barn, sem hefur verið