Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 76
84
ÚRVAL
hvatt um of eða þvingað til þess
að öðlast þroska um getu fram í
bernsku, kann að biða ósigur á
fullorðinsárunum, en barn það,
sem nýtur ástar og skilnings án
þessarar óeðlileg'u hvatningar,
öðlast á hinn bóginn það tilfinn-
ingalega jafnvægi og öryggi, sem
mun hjálpa því til þess að sigra
sem fullorðinn maður.
Barnið mun með öðrum orðum
vaxa upp til fullorðinnar veru í
öfugu hlutfalli við þá óeðlilegu
hvatningu og þær óeðlilegu
þvinganir, sem það varð fyrir
og beindust einmitt að því, að
það mætti verða fuliorðið sem
fyrst. Við verðum að veita barn-
inu tíma og frelsi til þess að
þroskast eftir getu og með sín-
um eigin vaxtarhraða í stað þess
að hrinda þvi með valdi inn í
heim hinna fullorðnu, löngu áð-
ur en það er tilbúið til slíks, og
gera það að eins konar gervi-
manni í heimi þeirra. Við verðum
að venja okkur við að skoða barn-
ið sem sjálfstæða persónu með
sínum eigin réttindum fremur en
einhyern viðauka við okkur sjálf,
sem við getum ráðsmennskazt
með til þess að fullnægja okkar
eigin þörfum. Við verðum að
skila barninu bernsku þess aftur.
í
Vandaðu mál þitt
J
1. hem: Ijós, gras, ísskæningur,
töf.
2. kaura í: hræra í, braka í,
troða í, sjóða í.
3. skjár: dagur, gluggi, hestur,
sjór.
4. hnokinn: rogginn, fyrtinn, lú-
inn, lasinn.
5. hlýr: vangi, lampi, máni,
bragur.
6. eygló: fjóla, sál, sól, harpa.
7. jóö: kona, vernd, Ijós, barn.
8. hregg: hósti, él, frost myrkur.
9. eljun: dugnaður, svik, kaun,
söfnun.
10. völva: bein, gáta, spákona,
áhyggja.
Lausn á bls. 183.