Úrval - 01.12.1962, Page 79
MAÐURINN, SEM EKKI FEKK AÐ DEYJA
87
sinni og byrjaði að kreista hjart-
að um einu sinni á sekúndu
hverri.
Eftir nokkrar minútur byrj-
aði sjúklingurinn að anda á
eðiilegan hátt og reyndi að
mjaka sér frá loftslöngunni til
þess að losna við hana. Siðan
fékk hann meðvitund aftur og
stundi. Hann gerði sér ekki grein
fyrir hendinni, sem var djúpt í
brjóstholi hans að nudda hjart-
að, og sagði: „Læknir, mér er
svo illt. Ég get ekki andað. Mig
kennir svo til í brjóstholinu.“
„Þetta lagast, Charlie. Reyndu
að liggja alveg kyrr.“
Síðan hætti hjartað nú hinum
ruglingslegu kippum og hóf eðli-
legan slátt. Dr. Leeper hafði lát-
ið senda boð eftir skurðlækni til
þess að sauma saman brjósthol
sjúklingsins. Og nú kom dr. John
Gramlich inn í stofuna í þeim er-
indum. Hann réði frá því, að
leggja það á sjúklinginn að svæfa
hann og lokaði sárinu með hefti-
plástri.
Þetta hafði verið Charles
Welsh kveljandi þolraun. Hann
var þakldátur yfir því, að henni
var nú lokið, og var það ekki að-
eins vegna þess, að hann væri
feginn að losna við þjáningarnar.
„Ég hef alltaf álitið mig heigul,"
sagði hann síðar, og lét þá í Ijós
þann leynda dómsúrskurð yfir
sjálfum sér, líkt og margir hafa
Dr. Ben M. Lepper.
Dr. Charles Welsh.
kveðið upp um sjálfan sig í ein-
rúmi. „Já, ég óttaðist, að ég
myndi hegða mér sem heigull, ef