Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 80
88
það reyndi raunverulega á mig.“
í rauninni liafði enginn lækn-
anna né hjúkrunarkvennanna í
sjúkrastofunni nokkru sinni með-
höndlað sjúkling, sem sýnt hafði
meira hugrekki né virðuleika
mitt í þjáningunni.
Batamerkin stóðu ekki lengur
en í nokkrar mínútur, því að nú
tók pappírsræma hjartaritunar-
tækisins að sýna, að hjarta sjúkl-
ingsins var nú aftur tekið til að
slá með ofsahraða. Dr. Leeper
jók lyfjagjöfina, en lyfinu tókst
nú ekki að ná stjórn á hjartslætt-
inum. Charles Welsh sagði nu:
„Mig er farið að svima,“ og aftur
missti hann meðvitund, um leið
og hjarta hans stöðvaðist.
Dr. Leepcr reif heftiplástur-
inn af brjóstkassa sjúklingsins.
Síðan blés hann lofti með loft-
slöngunni niður í lungu sjúkl-
ingsins. Dr. Gramlich nuddaði
hjartað. Eftir um 15 mínútur
komst Charles Welsh aftur til
meðvitundar. Hann reyndi að
brosa, en það var erfitt. Dr. Leep-
er fullvissaði hann um, að þetta
gengi vél.
Það var rétt, að það gekk vel
það augnablikið, en læknirinn
gat alls ekki sagt til um, hvað
kynni að gerast næstu mínútuna.
Hann hafði aldrei vitað til þess,
að sjúklingi hefði tekizt að lifa
]iað af, að hjartað stöðvaðist
oftar en tvisvar.
ÚRVAL
Dr. Leeper jók inng'jöf quin-
idine og hafði vakandi auga með
pappírsræmu hjartaritunartækis-
ins. Öðru hverju notaði hann
hjartarafsjá (cardioscope), en
það er vél, sem skráir hjarta-
starfsemina sem dansandi Ijós-
línu á tjald, sem líkist ratsjár-
skermi. Hann hélt vörð við
sjúkrabeðinn alla nóttina og fram
á næsta morgun. Hjartsláttur
sjúklingsins hélt áfram að vera
eðlilegur.
Um hádegi annars dags kom
dr. Walter Long til þess að líta
á sjúklinginn. Dr. Leeper var að
lýsa batanum, þegar Charles
Welsh sag'ði skyndilega: „Ég
finn, að nú er annað kast að
koma.“ í þetta skipti blés dr.
Long lofti í loftslönguna, á með-
an dr. Leeper nuddaði hjartað.
En þeim tókst ekki að framkalla
eðlilegan hjartslátt að nýju. Dr.
Leeper kinkaði kolli til hjúkrun-
arkonunnar sem merki um, að
hún skyldi búa hjartaraflosttæk-
ið (defibrillator) til notkunar,
en vél sú gefur hjartanu raflost,
svo það stöðvast; þannig bindur
hún endi á hin stjórnlausu raf-
straumsboð hjartans og gerir
hraðastilli hjartans fært að
byrja að gegna hlutverki sínu
að nýju.
Báðar elektróður vélarinnar,
en þær voru svipaðar skeið í