Úrval - 01.12.1962, Page 81
89
MAÐURINN, 8EM EKKI FÉKK AB DEYJA
laginu, voru nú látnar við hjarta
Welsh, og dr. Leeper ýtti á
hnapp. HjartaS hélt áfram sinni
stjórnlausu starfsemi. Hann jók
strauminn upp i 140 volt. Hjartað
hikaði við, titraði síðan magn-
leysislega. Dr. Leeper gaf hjart-
anu sex raflost í röð i miklum
flýti. Það hafði þau áhrif, sem
vonazt hafði verið eftir. Hjartað
tók að slá reglulega og háttbund-
ið, og Charles Welsh opnaði
augun.
Mitt í holskeflum þjáninganna
tókst honum einhvem veginn að
varðveita kímnigáfu sína. „Það
nær ekki nokkurri átt að fara
svona með tannlækni,“ sagði
hann.
En þolraun hans var ekki enn
á enda. Næstu klukkustundina
tók hjarta Welsh í tvígang til
að starfa stjórnlaust, en með
hjálp rafloststækisins var hægt
að fá það til þess að starfa eðli-
lega að nýju í bæði skiptin. Um
þetta segir hjúkrunarkonan Lo-
retta Rulon: „Manni var það
næstum ofraun að vita það, að
hann vissi það vel, i hve-rt sinn
er hann fann nýtt kast byrja, að
dauðinn var alveg á næstu grös-
um.“ Einn læknanna sagði við
dr. Leeper: „Ben, hér er um von-
laust ástand að ræða. Hvers
vegna viltu halda áfram að láta
Charlie kveljast svona?“ Welsh
sagði einnig sjálfur við Leeper,
þegar hann opnaði augun eftir
fimmta kastið: „Þetta er ekki
þess virði, að halda því áfram,
læknir. Hættu þessum tilraunum.
Við skulum gefast upp.“
„Nei, Charlie,“ svaraði dr.
Leeper. „Þú gefst ekki upp, og
ég gefst ekki upp . . . og þú munt
hafa það af.“
En læknirinn var í raun og
veru alls ekki viss um það. Síð-
ast er hjartað hafði verið nudd-
að, hafði það virzt slyttislegt, en
slíkt var mikið áhyggjuefni. Dr.
Gramlich segir þessu til sltýring-
ar: „Slyttislegt ástand er þreytu-
vottur. Það er mikið álag fyrir
hjartað að stanza og hefja starf
að nýju. Ef sá hluti hjartavöðv-
ans, sem er heill, er slyttislegur,
þá er hinn deyjandi hluti hans
jafnvel enn linari. Geysilega ná-
kvæmni og næmleika þarf til þess
að nudda það, því að fingur get-
ur ýtzt í gegnum hinn mjúka vei
og rifið gat á hjartað. Það væri
endalokin.“
Um ldukkan sex að kvöldi
annars dags tók hjarta Charles
Welsh aftur til að starfa stjórn-
laust. í hvert sinn er hjarta-
starfsemin hætti, minnkuðu
möguleikarnir á því að koma
hjartanu af stað að nýju. Þegar
dr. Leeper nuddaði nú hjartað,
fannst honum það vera sem
skjálfandi hlaup í lófa sér. En
hann hélt áfram að þrýsta mjúk-