Úrval - 01.12.1962, Page 82
90
ÚR VAL
lcga á það og tautaði sífellt:
„Áfram, Charlie, andaðu, Char-
lie, andaðu!“ Og enn einu sinni
gerði Charlie það, sem hann var
beðinn um að gera.
Siðan skeði þetta aftur um
klukkan 7,40 sama kvöldið. Það
var sjöunda og versta kastið.
Welsh tók hinar venjulegu
dauðateygjur. Hann reis upp,
féll aftur á bak, og andardráttur
hans hljómaði sem dauðahrygla
í hálsi honum. Hann kastaði upp
blóði, síðan tók hann til að blána.
Dr. Leeper reif heftipiásturinn
af brjóstkassanum, tók hjartað
í greip sér . . . og á því augna-
bliki rak sjúklingurinn upp ógn-
vekjandi óp. Læknirinn hugsaði
með sjálfum sér: Góði, guð, hef
ég rifið gat á hjartað? . . . Svo
var þó ekki. En hann baðst nú
fyrir, bað um hjálp, þegar hann
nuddaði hjartað og tautaði í sí-
fellu: „Andaðu, Charlie, andaðu!"
Og dr. Leeper þakkaði guði í
þögn, þegar Cliarlie tók skyndi-
iega til að anda aftur og opnaði
augun.
„Læknir, leyfið mér að deyja,“
sagði Charlie Welsh. „Okkur
tekst þetta ekki.“
„Þér tekst þetta,“ sagði dr.
Lecper.
Nú hafði dr. Leeper hætt að
gefa sjúklingnum quinidine og
var farinn að gefa honum pro-
caine amide. Því lengur sem
lyfi þessu tækist að koma í veg
fyrir það, að hjartað tæki til að
starfa stjórnlaust, þeim mun
meiri möguleika hefði hjartað á
því að ná kröftum að nýju. Pro-
caine amide hefur eiturverkanir.
Ónógur skammtur gefur ekki
komið í veg fyrir stjórnlausa
starfsemi hjartans, en of mikill
skammtur getur drepið sjúkl-
inginn. Dr. Leeper fylgdist með
því, er upplausnin seytlaði inn
i æð sjúklingsins. Viðbrögð
hjartans voru ekki nægiiega góð.
Hann hafði byrjað með tvöfald-
an lyfjaskammt, þ. e. 200 mg, og
nú jók liann skammtinn upp i
300 mg.
Hverja mínútuna af annarri
horfði hann á grænleita Ijósið
dansa vfir skerm hjartaratsjár-
innar. fjarlslátturinn l'ór að
verða óregluiegur, og liann jók
inngjöfina upp í 400 mg, siðan
upp í 500, 600 og svo 700 mg.
í fimm mínútur sló hjartað reglu-
lega, en svo för hjartslátturinn
að verða óreglulegur. Hann jók
inngjöfina upp í 800 mg. Hversu
mikið magn lyfsins gæti Charles
Welsh þolað, áður er* það riði
honum að fullu?
Betty Wienbarg hjúkrunarkona
skýrir frá þessu á þessa leið:
„Dr. Leeper var rólegur, en mér
fannst ég halda stöðugt niðri í
mér andanum.“
Um klukkan eitt aðfaranótt