Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 85
HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ DRUKKNAR
93
Beach, í Kaliforníu: Louis Saenz,
sem lét sig fljóta á svolcallaðri
„brimdýnu“, rann út af henni og
drukknaði.
Miami, Flórída: Stanley Bor-
owski, 9 ára að aldri, sem notaði
sundgleraugu til köfunar, hrædd-
ist skyndilega gleraugun, gleypti
sjó og drukknaði.
Sandusky, Ohio: 13 ára dreng-
ur rann út af plastvindsæng og
sökk í úfnum öldum Erievatns-
ins. Nokkrum sundmönnum tókst
að kafa eftir likinu og ná því.
Takið eftir því, að i öllum
þessum slysatilfellum hefur ver-
ið um einhvers konar „sundtæki“
að ræða.
Sundhringir, hjólbarðaslöngur
gúmmisæhestar, vindsængur, —
allir þessir sakleysislegu hlutir
geta verið lífshættulegir. í aðal-
stöðvum starfsemi okkar í bað-
staðnum Redondo Beach köllum
við í björgunarliðinu slíkan út-
búnað „drekkingarútbúnað“. Við
höfum næga ástæðu til slíkrar
nafngiftar.
Síðustu fimm árin hefur okkur
gengið meira en i meðallagi vel
í eftirlitsstarfi okkar á þeirri 12
milna löngu Kyrahrafsstand-
lengju, sem heyrir undir yfir-
stjórn Los Angeles svæðisins.
Þakka má það árvekni hins 200
manna liðs okkar og leikni þess
í björgunarstörfum, auk ótrú-
legrar heppni, að aðeins liafa
fjórir drukknað hér við strönd-
ina á þessum fimm árum. En í
þrem þessara fjögurra tilfella má
kenna notkun ofangreindra
„sundtækja“ um þessi dauða-
slys.
Þessi útbúnaður er notaður í
æ ríkari mæli sumar eftir sumar.
Slysavarnafélagið bendir á, að
msinotkun þessa útbúnaðar valdi
mörgum furðulegum dauðaslys-
um, sem auðvelt hefði annars
verið að koma í veg fyrir. Ric-
hard L. Brown, forstöðumaður
þeirrar deildar Bandariska
Rauða Krossins, sem fæst við
slyavarnir á sjó og vötnum, hefur
gefið þessa yfirlýsingu: „Notkun
ýmislegs útbúnaðar til þess að
halda fólki á floti er orðin svo
mikil, að dauðaslysum vegna
druklcnunar mun stórlega fjölga,
ef notendur slíkra tækja gæta
ekki varkárni, og munu þau þá
komast töluvert fram úr árlegri
meðaltölu, sem er nú um 6500
manns.
„Flotútbúnaður“ er auðvitað
engin ógnun fyrir góðan sund-
mann, sem rennur út af blautri
vindsæng eða skolast út af brim-
bretti sínu, er stór alda skellur
á honum. En samkvæmt áliti
Rauða Krossins búa færri en 12
milljónir af þeim 100 milljónum,
sem busla árlega um í ám, vötn-