Úrval - 01.12.1962, Síða 88
96
hafa lengur á hjóli bifreiðar
sinnar. Síðustu fimm árin hafa
13 fórnarlömb hjólbarðaslöng-
unnar týnt lífi sínu i vötnunum
í Tennesseedalnum.
Ósyndur maður getur setið í
slöngunni á litlu dýpi og róið
sér áfram út á meira dýpi, þar
sem fyrsta aldan getur hvolft
honum. Ef til vill þarf ekki ann-
að til en að hann hagræði sér
svolítið til. Alls kyns sundhring-
ir, bæði úr svampgúmmí og
uppblásanlegir, veita sams kon-
ar tækifæri til sjálfeyðingar.
Þeir eru aðeins öruggir fyrir
börn og unglinga í sundlaugum,
ef einhver fullorðinn, sem býr
yfir árvekni, er nálægur. Það
getur allt of auðveldlega skeð,
að barnið renni úr hringnum
eða hringurinn af því.
Sundgleraugu (köfunargrím-
ur). Faðir nokkur, sem átti son,
er var geysileg'a hrifinn af sjón-
varpsdagkrá um kafara, gaf hon-
um köfunargleraugu af ódýrri
gerð. Dag nokkurn reyndi dreng-
urinn þesa gjöf i sundlauginni.
í lauginni voru 200 kollar á sí-
felldu iði, en á næsta augnabliki
voru þeir aðeins 199, og ekki
hefði verið hægt að ætlast til
þess, að eftirlitsmaðurinn tæki
skilyrðislaust eftir þvi, að einn
af þessum tvö hundruð kollum
sást nú ekki lengur. Drengurinn
fannst á botni laugarinnar, og
ÚR VAL
köfunargleraugun hans voru full
af vatni. Vegna misskilnings
síns hafði hann reynt að anda
og hafði þá orðið ofsahræddur
og drukknað þarna, þótt um-
hverfis hann úði og grúði af
mögulegum bjargvættum.
Hættan minnkar, ef barnið fær
leiðbeiningar um notkun slíkra
köfunartækja hjá Rauða Kross-
inum, í stöðvum KFUM eða hjá
lærðum sundkennara. Það getur
verið mjög nauðsynlegt að læra
að gleypa svolítið vatn án þess
að fyllast ofsahræðslu. Það get-
ur gert gæfumuninn, þ. e. hvort
barnið verður bara dálítið hrætt
vegna atburðar þessa eða hvort
það drukknar. Einn framleið-
andi lætur prenta athyglisverðar
upplýsingar á pakkann, sem inni-
heldur þessi köfunartæki: „Þessi
köfunargleraugu eru ekki önd-
unartæki. Látið þau aldrei hylja
munninn. Notið þaú aldrei, þeg-
ar þið stingið ykkur. Notið þau
ekki heldur í miklu brimi, mikl-
um troðningi í sundlaugum né
við ærsl og áflog í vatninu." Ég
vildi gjarnan bæta við einu heil-
ræði: Látið lítið barn aldrei
nota köfunargleraugu, þegar eng-
inn er hjá þvi, jafnvel ekki í bað-
kerinul
Ef þú fylgir eftirfarandi regl-
um, getur þú gætt fyllsta öryggis
fjölskyldu þinnar, þótt þú neitir
þeim ekki um ánægjuna af „sund-