Úrval - 01.12.1962, Síða 89
HUGSAÐU ÁÐUR EN ÞÚ DRUKKNAR
97
tækjum“ þeim, sem hér hefur
verið lýst.
Látið alla fjölskyldumeðlimina
læra að synda! AlítiS aldrei, að
nægilegt sé að geta tekið 5—10
sundtök. Skýrslur um drukknun
sýna, að það er einmitt sá „sund-
maður“, sem fvrstur er til þess að
lenda í vandræðum og liættu.
Gerið ykkur grein fyrir þvi, að
ýmis konar flottæki eru hindrun,
en ekki hjálp, við sundnám barna
og unglinga. Leyfið því aldrei
barni yðar að eignast þau, fyrr
en eftir að það hefur rækilega
lært að synda.
Látið alla fjölskyldumeðlimina
læra að troða marvaðann!
Þetta er sú björgunaraðferð,
sem mest er vanrækt, en einnig
sú áhrifamesta, að undanskildum
björgunarbeltum. Jafnvel hinn
ósyndi getur lært að troða mar-
vaðann í 15—20 mínútur, en oft
skilja 60—90 sekúndur á milli
lífs og dauða.
Ef þú ve-izt ofurvel, að þú ert
lélegur sundmaður, og veizt einn-
ig, að það verður víst aldrei neitt
úr því, að þú hafir framtak í
þér til þess að fara í sundtíma,
þá kæmi það til g'reina, að þú
notaðir „flottæki“ í einhverri
mynd, ef þú endilega vilt, en þá
verðurðu líka að nota björgunar-
belti eða björgunarvesti, sem
viðurkennd hafa verið af strand-
varnarliðinu.
Mundu þetta umfram allt: Not-
aðu aldrei „flottæki“ í nokk-
urri mynd á þeim stöðum, sem
þú værir ekki öruggur án þeirra.
Jonas Salk tekur við nýju embætti.
Dr. Jonas Salk, sem hlotið hefur heimsviðurkenningu fyrir
uppfinningu bóluefnis gegn lömunarveiki, hélt fyrir nokkru
fund með blaðamönnum i Washington í tilefni af því að hann
hefur verið skipaður forstjóri Salk-lífeðlisfræðistofnunar, sem
verið er að reisa í San Diego. Hann kveðst sannfærður um,
að með tímanum muni vísindamönnum takast að finna varnar-
lyf gegn fjölda sjúkdóma, sem nú hrjá mannkynið og gat þess,
að þegar hefði tekizt að koma í veg fyrir smit á barnaveiki,
kíghósta og stjarfakrampa með þlremur sprautum af DPT
varnarlyfinu.