Úrval - 01.12.1962, Page 91
HÚSDÝB TIL SKEMMTUNAR
99
ustu rannsóknir á smitun og út-
breiðslu vissra sjúkdóma hafa
líka sýnt, að dýr á heimilinu
geta einnig haft áhrif á líkam-
lega vellíðan fjölskyldunnar.
Ýmsir sjúkdómar eru dýrum
þessum og fólki sameiginlegir,
og mætti nefna sem dæmi jafn-
ólíka sjúkdóma og hringorma
og berkla. Nú hefur vaknað áhugi
á viðfangsefni þessu að nýju,
þegar það uppgötvaðist, að spólu-
ormar í hundum, og líklega einn-
ig í köttum, hafa valdið blindu
margra manna.
Lýsingin á því, hvernig sjúk-
dómur þessi þróast, er mjög flók-
in. í þörmum tíkarinnar lifir full-
vaxinn ormur, og frá honum
losna egg. Smitunin berst með
ormalirfum til hvolpsins frá tik-
inni, áður en hvolpurinn fæðist.
Ormalirfurnar liggja í dvala i
lungum hvolpsins, þar til hann
fæðist, en eftir fæðingu hans
flytjast þær til þarma hans, og
þar breytast þær í fullþroska
orma, og frá þessum nýju ormum
tekur að berast urmull eggja burt
með saur hvolpsins. Það er á því
tímabili, að hættast er við því,
að fólk, einkum börn, sem hand-
leika mikið þessi dýr, sýkist.
Þessi hætta er ekki hjá liðin,
fyrr en hvolpurinn er orðinn
sex mánaða gamall, en þá deyja
ormarnir.
Það p’’ mögulegt, að innyfla-
ormur í köttum geti borizt í fólk
á svipaðan hátt. En þó eru
minni líkur á sýkingu af völdum
katta en hunda, vegna þess að
æviskeið innyflaormsins í þörm-
um kattarins er ólíkt æviskeiði
orms þess, sem lifir í þörmum
hunda. Fyrst og fremst sýkist
kettlingurinn ekki af móður
sinni, fyrr en eftir að hann fæð-
ist. Og þar að auki eru kettir
hreinlegri i eðli sínn.
Slík sýking fólks getur að vísu
valdið alvarlegum sjúkdómum,
einkum meðal barna, en samt er
það nauðsynlegt að láta ekki of
mikla hræðslu ná valdi á sér, en
slrkt má segja um alla aðra sjúk-
dóma. Hingað til hafa undir 100
slík sjúkdómstilfelli verið sönn-
uð í Englandi og Bandarikjum
Norður-Ameriku samanlagt. Jafn-
vel þótt þessi sýking sé útbreidd-
ari en nú virðist, ætti að hafa
það i huga, að náttúran sér fyrir
mjög fullkomnum öryggisútbún-
aði gegn allri sýlcingu, nema hún
sé þvi ofsafengnari. Samt er vit-
urlegt að forðast óþarfa áhættu
með því að láta hreinsa nýja
hundinn eða köttinn, strax og
hann kemur á heimilið. Gefa ætti
hvolpum ormalyf reglulega, og
kettlingar ættu að fá svipaða
meðferð, þegar þeir hafa náð 6
vikna aldri, svo að fyllsta ör-
yggis sé gætt.