Úrval - 01.12.1962, Side 92
100
Bannsyæði.
Aldrei ætti að leyfa hundum
né köttum að vera inni í svefn-
herbergjum, og því síður á rúm-
um eSa i. Það ætti aldrei að gefa
þeim bita við matborðið né leyfa
þeim að éta af diskum fjölskyld-
unnar. Sérhvert dýr ætti að
hafa sína eigin matarskál, sem
þvo verður daglega og ekki má
koma nálægt diskum og öðrum
húsáhöldum heimilisins, svo að
forðast megi mögulega hættu á
sýkingu.
Hundar og kettir ættu að hafa
frjálsan aðgang að einkagarði
eða auðu svæði, ef mögulegt er,
fremur en að láta þá notast við
stræti eða opinbera garða. Séu
dýriii ekki svo vel vanin, að
treysta megi þvi, að þau leggi
ekki frá sér úrgang innanhúss,
verður að sjá um, að við hönd-
ina sé eitthvert ílát, sem dýrið
geti leitað til. í því ætti að vera
mosi eða mold. Skipta ætti um í
ílátinu að minnsta kosti daglega,
og sjá ætti um, að það væri ekki
á stað, þar sem forvitin smá-
börn kæmust auðveldlega að því.
Af augljósum ástæðum ætti það
Ú R V A L
ekki að vera nálægt matbúri eða
eldhúsi.
Húsdýr til skemmtunar ætti að
kaupa frá þekktum aðilum. Og
koma ætti þeim í fóstur hjá
kunningjum fjölskyldunnar, ef
mögulegt er, þegar fjölskyldan
fer i sumarleyfi. Því færri sem
dýrin eru á heimilinu, þeim mun
hraustari eru þau yfirleitt. Það
virðist vera prýðilegt fyrirkomu-
lag, að fjölskyldan eigi einn
hund og einn kött. Yfirleitt reyn-
ist það svo, að því sjaldnar eða
skemur sem dýrið fer út fyrir
yfirráðasvæði heimilisins og því
minna samband sem það hefur
við önnur dýr, þéim mun hraust-
ara er það að öllu jöfnu. Auð-
vitað verður samt að sjá svo um,
að dýrið fái næga hreyfingu.
Ekki ætti að ákveða að fá sér
húsdýr til skemmtunar að al-
gerlega óyfirveguðu máli. Bezt
er að fá það frá einhverjum
þekktum aðila eða frá stað, sem
dýralæknir mælir með, þvi að
það er nokkur trygging fyrir að
fá hraust dýr, og það er alveg
jafn þýðingarmikið, að það haldi
áfram að njóta góðrar heilsu
eins og fjölskyldan sjálf.
★
TILGANGUR lífsins er ekki að verða hamingjusamur, heldur
að verða einhvers virði. •— Leo Rosten.