Úrval - 01.12.1962, Page 93
Var Svsrrir konungur
ökki
konungborsrsn?
HAG'AN segir, að Sverrir
konungur sé fæddur árið
1151, en hann hefur þótzt
vera að minnsta kosti sjö
árum yng'ri en hann var í raun
og veru, segir norski prófessor-
inn Halvdan Koht í grein í
norska tímaritinu „Historisk
Tidskrift".
Þegar Sverrir var 24 ára gam-
all sagði móðir hans (Gunnhild-
ur) honum, að hann væri óskil-
getinn og faðir hans væri ekki
eiginmaður hennar, Unás kamb-
ari, eins og hann hefði haldið
áður.
Einnig segir sagan, að Sverrir
hafi verið prestvigður maður er
hann fékk þessa vitneskju. Sam-
kvæmt kunnum heimildum er
hægt að gera ráð fyrir að hann
hafi fengið að vita þetta árið
1174. En samkvæmt þágildandi
kirkjulögum gátu menn, sem
ekki höfðu náð þrítugsaldri ekki
fengið prestvigslu. Sverrir hefði
þá átt að vera fæddur 1144, og þá
var óhugsandi að hann hefði gel
að verið sonur Sigurðar konungs
munns, sem sjálfur var fæddur
1133 eða 1134.
Önnur vitneskja, sem bendir
tl hins sama er þessi: Sverrir
átti yngri systur sem var gift og
átti son. Þessa sonar hennar var
getið sem höfðingja hjá Sverri
konungi 1184. Hann hlýtur þá að
hafa verið að minnsta kosti tví-
tugur, gerum ráð fyrir að hann
hafi verið 22 ára, og fæðingarár
hans ætti þá að hafa verið 1162.
Þegar drengurinn fæddist hlýt-
ur móðir hans að hafa verið full-
tiða, gerum ráð fyrir að hún hafi
verið 17 ára. Hún hlýtur sam-
kvæmt því að hafa fæðzt árið
1145.
Þriðja vitneskjan sem hnígur í
sömu átt með tillit til aldurs
Sverris konungs, er þessi: Þegar
— Or Alþýðublaðinu —
101