Úrval - 01.12.1962, Page 94
102
hann kvæntist 1185 átti hann
fjögur óskilgetin börn, tvo syni
og tvær dætur. Saxo skýrir frá
því, a<5 elzti sonurinn hafi verið
Sigurður, kaliaSur Unás. Hlýtur
hann því að hafa verið fæddur
þegar Sverrir taldi enn, að hann
væri sonur Unás kambara. En
einnig kann að vera að þau börn
Sverris, sem ekki fæddust í
hjónabandi, — Hákon, Sesselja
og Ingibjörg', — hafi haft minni
háttar konung'stitil í fyrstu.
Sigurður Sverrisson var kall-
aður iávarður í stjórnartíð föður
síns 1193 og Hákon.var kallaður
höfðingi árið 1197. Báðir hljóta
að hafa verið að minnsta kosti
tvítugir áður en þeir gátu hlotið
höfðingjanafnbót, og þe-ir fædd-
ust sennilega í Færeyjum. Dótt-
irin Sesselja, giftist höfðingja,
sem kallaður var Einar prestur,
seinna Einar konungsmágur. En
sagan getur ekki um hann fyrr
en 1201, og þess vegna getur
Sesselja verið fædd í Noregi. En
seinna var hennar getið sem
elztu dóttur Sverris, og yngsta
dóttirin, Ingibjörg, giftist árið
1196 sænska konungssyninum
Karli Sörkvissyni, sem féll 1198.
Allt bendir þetta til þess, að
báðar dæturnar liljóti að hafa
fæðzt í Færeyjum einnig. Ef svo
er, hafði Svferrir eignazt fjöl-
skyldu i Færey.jum áður en hann
kom til Noregs 1176, og þá getur
ÚRVAL
hann ekki hafa verið mjög ung-
ur.
Allt bendir þetta til þess, segir
prófessor Koht, að Sverrir hafi
látið telja sig að minnsta kosti
sjö árum yngri en hann var í
raun og veru, og að því er mig
varðar er ég ekki í neinum vafa
um, að ártalið 1144 er réttara
fæðingarár en 1151.
Prófessor Koht telur ósenni-
legt, að Gunnhildur hafi sagt
Sverri að Sigurður munnur væri
faðir hans. Gunnhildur fór í píla-
grímsferð til Rómar, og þar
skriftaði hún fyrir presti einum,
og sagði frá syninum, sem hún
átti utan hjónabands, og var
prestvígður. Henni var skipað að
segja syni sínum frá réttu fað-
erni hans.
Um Sigurð konung munn mun
Sverrir ekki hafa vitað annað en
að hann hafi verið beittur sví-
virðilegu ofheldi. En það var nóg
til þess að varpa á hann helgi-
Ijóma.
Sverrir vildi feta í fótspor hans
og hefja ætt hans til vegs og
virðingar. Hugarburðurinn fór að
blandast veruleikanum. Ekki var
lengur annar fulltrúi hinnar
réttu konungsættar í Noregi til.
Sverrir varð æ sannfærðari um,
að hann væri í rauninni réttbor-
inn til rikis eftir Sigurð konung
munn. Hann hlýtur að hafa
breytt aldri sínum, jiegar hann