Úrval - 01.12.1962, Síða 95
SVERRIR KONUNGUR
103
fékk að vita hve gamall Sigurð-
ur konungur munnur var þegar
hann var veginn. Sverrir kon-
ungur var mjðg trúaður, og sá
hvarvetna handleiðslu guðs. í
baráttunni um konungsvöldin
kemur hann fram sem þroskaður
maður, rólegur, athugull og
hygginn. Hann hafði gott vald á
sér á dauðastundinni. Þá vildi
hann sitja i hásætinu með óhjúp-
að andlit svo allir gætu séð eftir
dauða hans hvort nokkur merki
þess, að hann hefði sagt ósatt,
kæmu í Ijós. En vitanlega var
engin slik ummerki að sjá, skrif-
ar prófessor Halvdan Koht.
Mannlaus veffurathugunarstöð.
1 ágúst s.l. var ár liðið frá þvi að fyrsta mannlausa isótópui-
veðurathugunarstöðin var sett á laggirnar á Axel Heibergey fyrir
norðvestan Kanadastrendur. Voru vísindamenn sendir á staðinn
til að fylgjast með gangi stöðvarinnar og kom í ljós, að allt
var í bezta ásigkomulagi. Hefur hin sjálfvirka stöð í ár sent
veðurfregnir til veðurstöðva Bandaríkjanna og Kanada frá hinni
eyðilegu eyju, sem liggur aðeins í um 2000 km fjarlægð f'rá
Norðurpólnum. 1 ráði er að koma upp fjölda slíkra stöðva í
framtíðinni, en hlutverk þeirra verður að senda upplýsingar um
veðrið frá afskekktum stöðum, sem eru óbyggilegir mönnum.
Hraðvirkar þvotíavélar.
1 Dallasborg í Texas hefur verið framleidd ný tegund af þvotta-
vélum sem þvo, skola, þurrka og strauja þvott á minna en einni
minútu. Eru þvottavélar þessar aðallega ætlaðar þvottahúsum,
gistihúsum, spítölum og öðrum stofnunum, sem hafa fyrir mikl-
um þvotti að sjá. Með notkun þeirra er búizt við, að hægt verði
að lækka þvottakostnaðinn til mikilla muna. Fyrsta þvottavélin,
sem framleidd var af þessari tegund, seldist á 78.000 dali, en
félagið, sem að framieiðsiunni stendur, hefur í hyggju að fram-
leiða 150 slíkar þvottavéiar ti lviðbótar á komandi ári og hefur
þeim öllum verið ráðstafað.