Úrval - 01.12.1962, Síða 98
106
Ú R VA L
dauðarefsing er ekki felld niður.
Nákvæmari og jafnvel enn at-
hyglisverðari voru upplýsingar
þær, sem dagblaðið Observer lét
safna árið 1960. Það gerðu þeir
dr. Terence Morris við Hagfræði-
skóla Lundúna og hr. Louis
Blom-Cooper, sem skrifar um
lögfræðileg efni og dómsmál í
blaðið Guardian.
Þeir höfðu rannsakað vandlega
mál 465 manna, sem dæmdir
höfðu verið fyrir morð undan-
farin ár. Þeir komust að því, að
í 371 af þessum tilfellum höfðu
morðingjarnir og fórnarlömb
þeirra þekkzt vel, og hvað 245
þeirra snerti, var um að ræða
foreldra og barn, eiginmann og
eiginkonu, elskhuga og ástmey
eða trúlofað fólk. Níu tíundu
hlutar allra þeirra fórnarlamba,
sem voru yngri en fimmtán ára,
voru myrt af nánum ættingjum.
Dauðarefsing.
Þe^ar lávarðadeildin ræddi
morðaskýrslu innanríkisráðu-
neytisins, lagði Taylor lávarður
margt athyglisvert til málanna,
en hann bjó í Hollowayfangels-
inu, þegar eiginkona hans,
Charity Taylor, var fangelsis-
stjóri þar. Þess vegna veit hann,
hvernig andrúmsloft ríkir í fang-
elsum á aftökudegi, en það veit
sjálfsagt enginn annar í lávarða-
deildinni. Hann sagði, að rökin
fyrir því, að dauðarefsing væri
til nokkurs góðs, væru orðin
harla haldlítil, og að þessi skýrsla
táknaði „upphafið að endinum".
Þetta virðist styðja þá ályktun,
að morðmál séu í yfirgnæfandi
tilfellum jafnframt nokkurs kon-
ar fjölskyldumál.
Flest okkar hugsa okkur morð-
ingjann sem ágjarnan mann, ein-
hvers konar Fagin eða Raskolni-
kov, sem freistast til þess af
ágirnd að drepa einhvern, sem
stendur í vegi fyrir því, að hann
geti fengið það, sem hann langar
í. Að þessu leyti erum við leik-
soppar löngunar okkar í eitthvað
æsifengið og leyndardómsfullt,
því að þannig lýsa blaðamenn
hinna vinsælu dagblaða oftast
morðingjanum.
Við ættum að athuga þetta at-
riði nánar. Þessi dæmigerði
morðingi dagblaðanna er ekki
fremur fulltrúi hins almenna
morðingja en hinn skotglaði kúa-
smali vestursins er fulltrúi fyrir
vestræna menningu. Viðureign
kúasmalans við málaða Indíána,
sem hafði áhrif á framkomu okk-
ar, málfar og jafnvel göngulag,
þegar við vorum ungir strákar,
er nú viðfangsefni kvikmynda
og sjónvarps. Að vísu hefur
þetta ekki enn sömu áhrif á okk-
ur. En nú fylgjast hundruð mill-