Úrval - 01.12.1962, Page 99
MORÐMÁL INNAN FJÖLSKYLDUNNAR
107
jóna með viðureign þessari á
sjónvarpsskermum í leirkofum,
snjóhúsum og bambuskofum
hinna vanþróuðu landa, hundr-
uð milljóna, sem ekki geta les-
ið, né munu nokkru sinni læra
það.
Allar þessar milljónir öðlast
þessa einkennilegu mynd af
heimi hvíta mannsins vegna
einnar tilviljunar. Og hún er sú,
að Kalifornía reyndist mjög
heppileg, hvað snerti birtu og
loftslag, til þess að taka mætti
þar kvikmyndir og fá kvik-
myndastjörnurnar til þess að
setjast þar að. Hefði þetta verið
Nýja Suður-Wales í Ástralíu eða
hlíðar Himalafjalla, mundi þessi
vestræna siðmeningarímvnd hafa
orðið ástralski kúasmalinn eða
enskur hermaður með hvítan
hjálm. Hefði England orðið fvrir
valinu, hefði þessi ímynd kannski
orðið Júlíus Cæsar, Perkin
Warbeck eða Sir Winston. Það
er bara af einskærri tilviljun, að
ímyndin er morðingi, sem myrðir
til fjár, og við ætlumst til þess
af honum, að hann sjái okkur fyr-
ir skothríð, kyrkingum, eitur-
byrlunum, hnífsstungum og
hausbrotum um þrisvar sinnum
í viku hverri.
í Englandi og Wales eru framin
um 150 morð á ári samanborið
við 350 á ári í New Yorkborg
einni saman. En af okkar þrem
vikulegu morðum eru tvö framin
inan vébanda fjölskyldunnar eða
„fjölskylduhópsins“, sem svo oft
er talað um nú á dögum, en með
því er átt við fjölskylduna í víð-
tækari merkingu.
Fleiri morð eru framin af feðr-
um en öðrum fjölskyldumeðlim-
um. Af þeim 245 tilfellum, sem
ég minntist á áðan, var um að
ræða 71 eiginrhann, sem dreoið
höfðu eiginkonur, og 39 feður,
sem drepið höfðu börn sín. Og
32 mæður drápu barn sitt, og
var í sumum tilfellum um ung-
barnamorð að ræða, þ. e. mæð-
ur, sem voru hálfsturlaðar eftir
fæðinguna, höfðu drepið ný-
fædd bör.n sín. Um 30 elskhugar
drápu ástmeyjar sínar, 19 synir
mæður sínar og 14 eiginkonur
menn sína. Og næstum alltaf var
þetta verknaður örvæntingar-
fulls oft sálsjúks fólks, sem rekið
var til þessa versta glæps af
einhverjum ástæðum, einhverju
óbærilegu vandamáli.
Hélt þetta fólk, að það kæmist
aldrei upp um það? Það er vafa-
mál, að það hafi nokkru sinni
hugsað um slíkt. Hefði svo verið,
hefði það kannski látið aftra sér
af óttanum við hæfileika ættingj-
ana til þess að komast að meiri
háttar leyndarmálum innan fjöl-
skyldunnar, en sá hæfileiki er