Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 101
MORÐMÁL INNAN FJÖLSKYLDUNNAR
109
hugnanlegu staðreynd, að böð-
ulsstarfið er einnig fjölskyldu-
mál á vissan hátt. Starf böðuls-
ins er aldrei auglýst samkvæmt
þeim upplýsingum hr. Pierre-
point, sem hann gaf konunglegu
rannsóknanefndinni árið 1953.
Hann tók við starfi sínu af göml-
um frænda sínum, sem hafði tek-
ið við því af föður sínum. „Staða
þessi fylgir fjölskyldunni í raun
og veru,“ sagði hr. Pierrepoint.
Skarfur leggst á lax
Helgi Eyjólfsson, húsasmíðam. hefur tjáð Veiðimanninum,
að nokkur brögð séu að Því i Botnsá í Hvalfirði, að skarfiur
leggist á laxinn. Hefur þess orðið vart undanfarin ár, en ekki
verið rannsakað að ráði fyrr en nú í vetur.
Veitingamaðurinn í Botnsskála hefur veitt þvi eftirtekt, að
það er einkum i vestanátt, sem skarfur sést fljúga upp eftir
ánni, og verður hans þá oft var langt upp með á. Til dæmis
rakst Helgi Eyjólfsson sjálfur á einn s.l. sumar, við svonefndan
Beitarhúsahyl, sem er ofarlega i ánni. Kom skarfurinn þar
labbandi út milli kletta, en Helgi kvaðst þá ekki hafa hugsað
frekar um, hvert erindi hans væri þar.
Jón Þorkelsson, bóndi á Stóra Botni skaut í vetur 4 eða 5
skarfa í rannsóknarskyni, og þá þurfti ekki frekar vitnanna
við, því að út úr sumum þeirra ullu laxar, 3—4 pund að stærð.
Það voru auðvitað hoplaxar, en Helgi telur mjög sennilegt,
að skarfurinn taki líka nýgenginn lax, enda sést hann við ána
allt sumarið.
Skýringin á þvi, að mest ber á ferðum skarfsins upp með
ánni í vesturátt er taiin sú, að þá hefur hann vindinn í brjóstið
til baka. Þegar hann hefur étið sig mjög saddan, mun hann
eiga erfitt með að fljúga undan vindi. Menn hafa og veitt
því athygli, að þegar hann hefur étið mjög mikið, á hann
erfitt með að ná sér á loft og tekst það stundum ekki.
Ótrúlegt er að Botnsá sé eina áin, sem verður fyrir barðinu
á skarfinum. Hann er viðar i nágrenni við veiðiár, og ættu menn
að gefa meiri gaum að ferðum hans en hingað til hefur verið
gert.
— Veiðimaðurinn.