Úrval - 01.12.1962, Síða 104
112
Tvær gerðir minnisplatna.
Plötur með áprentuðum leiðslum.
fyrir þrem árum . . . Hvernig
gengur með kornvöruviðskiptin?
Og hvernig fór um þessa sam-
steypu, sem var í undirbúningi?“
Vikapiltur gistihússins og
nokkrir aðrir sáust stara öfund-
araugum á þann, sem talaSi, en í
textanum, sem næstu mynd
Ú R VA L
fylgdi, var skýrt frá því, að það
væri herra David A. Roth. En
hver man nú lengur eftir hinum
minnisgóða herra Roth?
Rafeindaheili gæti munað eft- ‘
ir þeim alveg tafarlaust, ef hann
hefði einhvern tima fengið eins
góðar upplýsingar um Addison
Sims og félaga hans og lesendur
tímarita fengu hér fvrr á árum.
Spjaldskrár mannlegs minnis
riðlast oft og ruglast, og hætt er
við, að ýmis atriði máist alveg
út af þeim, en minni þessara véla
er á hinn bóginn þannig byggt
upp, að það geymir upplýsingar
um hvert smáatriði á sinum
vissa stað, þar sem alltaf er hægt
að leita að því. Þvi trevsta geim-
vísindamenn og geimfarar, fjár-
málamenn og skattheimtustofn-
anir ríkisins nú bezt rafeinda-
heilunum, sem látnir eru geyma
upplýsingar og' flokka þær.
Ef rafeindaheilunum skjátlað-
ist, bæru bankastjórarnir ekki
lengur traust til þessara stóru
tækja. Þá myndu hlutabréf i
verksmiðjum þeim, sem rafeinda-
heilana framleiða, falla í verði,
og aðrar vélar færu ef til vill
að hegða sér eins og „I.itla Eim-
reiðin" í barnabókinni, þegar
hún þaut út af sporinu til þess
að leika sér við blómin á eng-
inu.
Ekki er hægt að treysta skólun-
um né hinum opinberu bóka-