Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 105
MAÐURINN GEGN RÁFEINDAHEILANUM
söfnum algerlega til þess að
skýra bðrniim okkar frá nýjústu
staðreyndum nútímalífsins sem
skyldi. Og þeir, sem auglýsing-
arnar semja, hafa orðið ástfangn-
ir í vélmennum með vélheila. Af
þessum sökum er það foreldr-
anna og kennaranna að skýra
litla fólkinu frá því, sem það
setti að vita um þessi efni.
Hinn ógnvekjandi sannleikur.
Fyrstu áhrifin, sem stórar og
flóknar vélar hafa á hina ólærðu
i þeim efnum, eru oft þess eðlis,
að þau vekja nokkurn ótta. En i
þessu tilfelli er sannleikurinn
þess eðlis, að þau eru raunveru-
lega ógnvekjandi: Rafeindaheil-
arnir hafa sífellt verið að hnupla
frá mönnunum. Duglegur strákur
getur þar að auki ráðið yfir allri
vitneskju þessara véla, notfært
sér öll brögð þeirra, bæði heima
og heiman.
Fyrsti stóri talnarafeindaheili
Tæknistofnunar Massacliusetts-
fylkis, „Hvirfilvindur" (Whirl-
wind) að nafni, hafði mörg hand-
föng, sem hægt var að opna og
ioka með. Rafeindaheilarnir
stóru, sem nú eru framleiddir,
hafa jafnvel enn meira úrval
alls konar hnappa og handfanga
og minna sjálfa sig á hvað eina
sem þeim hefur verið sagt. Til
þess þurfa þeir ekki annað en
að fyigjast með því. hvaða hand-
113
föng og hnappar eru í opinni
stillingu og hver í lokaðri.
Sérhvert barn lærir það fljót-
lega, að þetta er öruggt ráð gegn
gleymni. En það er ekki alltaf
sem þægilegast að hafa Ijósið
slökkt í anddyrinu, skilja útvarp-
ið eftir opið og einnig hurðina
á ísskápnum. Fullorðið fólk hef-
ur aðrar aðferðir, og ein þeirra
er sú, að það bindur bandi um
fingur sér til þess að minna sig
á eitthvað visst.
Vélarnar komust líka upp á að
nota hliðstæða hringi sem minn-
ishjálp snemma á þróunarbraut
sinni. Sumir rafeindaheilar hafa
nú að geyma milljónir slíkra
hringa. Sérhver þessi hringur er
búinn til úr efni, sem hægt er að
segulmagna, og hangir þannig, að
hann umlykur 34 víra.
Rafmögnuð leit minnisatriða.
Rafstraumar, sendir eftir viss-
um vírum, segulmagna vissa
hringi í rafeindaheilunum. Segul-
svið þessara hringa hefur síðan
áhrif á aðra strauma, sem send-
ir eru eftir vírunum siðar. Sér-
hver skilaboð, sem send eru til
hringanna meði rafstraumi, er
síðan hægt að ná til baka frá
þeim aftur með rafstraumi. Sér-
hver hringur svarar með skíru
jái eða neii, þegar hann er spurð-
um um fortíð sína.
Væri einhver spurður þessara