Úrval - 01.12.1962, Side 106
spurninga til dæmis: „Hvað
dróstu mikið frá á skattskýrslu
þinni árið 1961 vegna risnu til
handa viðskipta vinum?“ eða „Er
x þriðja rót af y?“, vefðust svör-
in kannske dálitið fyrir honum,
en vél, sem hefur einhvern tima
tekið við slíkum upplýsingum til
geymslu í segulmögnuðum hringj-
um sínum, gæti svarað tafarlaust
án nokkurs votts um hik eða
óvissu.
Það er ekki þægilegt fyrir fólk
að ganga um með milljónir
hringa á fingrum sér, og væri
slíkt fólk varla álitið með fullu
viti, en einn hringur á réttum
fingri getur stundum reynzt mjög
áhrifamikil minnishjálp, þegar
mjög er áríðandi að muna eitt-
hvert visst atriði.
Vélum virðist einnig finnast
það stundum, sem hringir séu
fremur óþægilegir og álíta slíkt
allt of mikið vafstur. Rafeinda-
heilinn FX-1, sem vann nýlega
hraðamet i keppni rafeindaheila,
treystir því á annan útbúnað.
Þei, sem gerzt þekkja til þess-
ara tækja, kalla slíkan útbúnað
„segulfilmuminni“, en útbúnað-
urinn lítur nákvæmlega eins út
og vasabók og er notaður á sama
hátt.
Glompótt minni.
Þótt útbúnaður þessi beri hið
virðulega nafn „segulfilmu-
minni“, er þar aðeins um að ræða
þunnt blað með deplum á. Depl-
unum er svo einkennilega fyrir
komið, að halda mætti að málari,
se-m aðhyllist kúbisma, hafi ver-
ið að i'itla við blaðið. En deplar
þessir innihalda efni, sem hægt
er að segulmagna, og fyrir ofan
og neðan blaðið, sem þeir eru
settir á, eru önnur blöð, sem
málmlínum hefur verið þrykkt í.
Þessar línur koma í stað víra.
Rafstraumur, sem sendur er eftir
línum þessum, segulmagnar vissa
depla á miðblaðinu, og síðar
skýra svo deplar þessir málm-
línunum aftur frá sömu upplýs-
ingunum og þeir hafa fengið, likt
og hringarnir gera í eldri vélun-
um, sem vinna ekki eins hratt.
Með slíka þriggja blaða vasa-
bók að baki mælaborða sinna
getur rafeindaheili vakið of-
boðslega furðu hverrar þeirrar
einföldu sálar, sem hefur upp-
burði i sér til þess að spyrja hann
einhverrar spurningar.
En hvað er furðulegt við það?
Það hefur tíðkazt í nokkrar aldir,
að fólk beri litlar vasabækur á
sér.
Segulmagnaðir hringir og film-
ur eru aðeins lítils háttar dæmi
um tækni rafeindaheilanna. Sér-
fræðingarnir hafa upphugsað
aðrar aðferðir, sem þeir geta lát-
ið rafeindaheilana nota, ef nauð-
syn krefur, síðar meir. En þær