Úrval - 01.12.1962, Page 107
MAÐUBINN GEGN RAFEINDAHEILANUM
115
geysilega fullkomnu aðferðir
kreijast þess, að notað sé mikið
magn slíkra tækja sem „trans-
istora“, „resistora“ og „capaci-
tora“. Og einhver verður að
muna, hvernig þeir eru tengdir
saman.
Við tæknistofnun Massachu-
settsfylkis og aðra slíka skóla
bera námsmennirnir nú ýmislegt
meði sér í kennslustofurnar og úr
þeim, sem iikist bóluim en eru
þó ekki bækur. Þetta eru smá-
kassar, fullir af „transistorum",
og „capacitorum“, sem ekki eru
stærri en perlur.
Námsmennirnir tengja þessi
örsmáu tæki hvert við annað í
kennslustundunum á slikan hátt,
að kennslukona í leikskóla smá-
barna myndi alveg verða furðu
lostin. Hægt er að hafa fulla
stjórn á rafeindaheilunum, á
meðan nægilega margir þessara
námsmanna geta munað, hvað
gerist, í hvert skipti, þegar tæki
þessi eru tengd saman á fjöl-
marga vegu.
Fólk hefur ekkert annað að
óttast en annað fólk, sem talar
af sannfæringu og fullvissu um
viðkvæm málefni, sem eru sifelld-
um breytingum undirorpin. Einn
slíkra heiðursmanna hefur skrif-
að eftirfarandi í grein, sem náms-
menn blaða oft í gegnum enn í
dag: „Óskipulegt, reikandi minni
getur verið yfirgripsmikið og
tryggt, en sé minnið skoðað sem
tæld í þjónustu hugsunarinnar,
er það miklu árangursríkara að
geta efíir vild dregið fram viss
þýðingarmikil atriði, sem minnið
varðveitir.“
Oskipulegar, reikandi
endurminningar.
Rafeindaheili gæti með nokk-
urri sanngirni hæðzt að slíkri
hugmynd mannanna, því að hann
virðir sjálfsagt lítt reikular end-
urminningar þeirra, Hefur nokk-
ur nokkru sinni elskað vélrænt
minni rafeindaheilans jafn heitt
og flest okkar elska okkar ófull-
komnu og oft ótryggu endur-
minningar? Og er það alltaf eins
gagnlegt að geta eftir vild dregið
viss þýðingarmikil atriði úr
greipum minnisins og að geta
dvalizt við reikandi, næstum til-
viljunarkenndar endurminning-
ar? Ljóðskáldið Amelia B. Welby
segir t. d. í einu Ijóða sinna, að
„þessar minningar séu henni hið
sama og döggin blómunum, blóm-.
knappurinn býflugunni, ilmurinn
rósinni.“
Þótt slík auðæfi fyrirfinnist á
blöðunum í litlum bókum mann-
anna og í minnisdjúpum huga
þeirra, þá er þeirra vart, ef
nokkurn tíma, að leita í myrk-
viði alls kyns handfanga, hnappa,
segulmagnaðra hringa og segul-
filma.