Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 108
Sannleikurinn
um
Moby Dick
Atburðurinn, sem var
tilefni hinnar frægu sjó-
ferðaskaldsögu
Hermann MelviTles.
Eftir Jack Pearl.
H
VALVEIÐÍSKIPIÐ
4^ _ í% „Essex“ lét úr höfn
í Nantucket í Massa-
nl chussetts, þann 19.
nóveraber 1819, suð-
ur í höf. Skipstjór-
inn hét George Pollard, fyrsti
stýrimaður Owen Chase, annar
stýrimaður Thomas Chappel. Há-
setarnir voru 17 talsins, allt harð-
duglegir og reyndir sjómenn og
veiðimenn og þaulvanir að fást
við hina ferlegu ófreskju haf-
djúpanna, búrhvelið.
Lág ströndin hvarf sjónum i
þokumóðu. Pollard skipstjóri
virti fyrir sér áhöfnina, vöðva-
stælta og þreklega hásetana, sem
voru að störfum sínum á þiljum,
naktir niður að beltisstað og gljá-
andi af svita í sólskininu. Hann
var stoltur af slíkri áhöfn, yfir-
leitt ungir menn, blóðheitir og
harðskeyttir, sólgnir i skemmt-
anir, kvenfólk og aðra þá lífs-
gleði, sem keypt verður fyrir
peninga. Þetta var garpasveit, og
hann vissi að það þurfti ekki að
hvetja þá til átakanna, þegar þar
að kæmi.
Þeir reyndust hafa bæði veður-
guðina og veiðiheppnina með sér
í þessari ferð. Áður en árið var
liðið stóðu 750 ámur af búrhvals-
lýsi í lestinni, og Pollard reikn-
aði með að það mundi ekki taka
þá nema nokkrar vikur til við-
bótar að ná áætluninni. Áhöfnin
lék við hvern sinn fingur, því að
venjulega stóð hvalveiðiferðin
yfir í hálft þriðja til hálft fjórða
ár.
„Essex“ tók stefnu á vestur-
strönd Suður-Ameríku og kom
við í Galapagoseyjum, tók þar
vatn og vistir, og að smávegis
viðgerðum loknum var siglt vest-
ur á bóginn, með miðjarðarlínu,
í síðustu förina um hvalamiðin
að sinni.
116
— Úr Saga, stytt —