Úrval - 01.12.1962, Side 110
118
Skömmu eftir morgunverð,
þann 20. nóvember 1820, kallaði
vörðurinn í siglukörfunni, að
hann sæi hvíta stróka nokkrar
mílur á stjórnborða. Hásetarnir
þustu lit að borðstokknum og
störðu út í morgunmóðuna, og
Poilard skipstjóri, sem stóð á
stjórnpalli, beindi sjónauka sín-
um meðfram hafsrönd, i leit að
blæstri eða öðru, sem gæfi til
kynna að þar væri um hvalavöðu
að ræða.
Þannig stóð hann og horfði í
gegnum sjónaukann í fullar tíu
mínútur. Siðan tók hann sjón-
aukann frá augunum, og sneri
sér að Chaser fyrsta stýrimanni,
sem stóð við' hlið honum. „Mis-
sýning, geri ég ráð fyrir,“ varð
honum að orði.
Hann hafði þó varla sleppt
orðinu, þegar kall varðmanns-
ins í siglukörfunni barst enn
niður á þiljur. „Þar blása þeir ..“
Nokkur andartök gat að líta
tvo blástursstróka við sjónar-
rönd. Þegar áhöfnin sá hvernig
þeir hölluðust, laust hún upp
fagnaðarópi, því að hallinn var
ótvírætt merki þess að þar væri
um búrhveli að ræða — bláhveli
og finnhvalir þeyta stróknum
beint í loft upp.
Pollard skipstjóri sneri sér
enn að fyrsta stýrimanni og tók
þéttingsfast um arm honum.
„Veiðiheppnin ætlar ekki að gera
ÚR VAL
endasleppt við okkur í þessari
ferðinni, Chase. Það verður ekki
amalegt að fá þarna einn eða
tvo hvali til viðbótar, lagsmað-
ur.“
„Við skulum ekki hrósa happi
of íljótt,“ svaraði stýrimaður.
„Sýnd veiði er ekki alltaf gefin.“
Skipstjórinn hló. „Vertu ekki
með þessa þvottakerlingahjátrú,"
varð honum að orði. „Þú þarna
uppi . . . Sérðu þá greinilega?“
Skipstjórinn starði upp í reið-
ann.
„Já, ég held nú það. Þetta er
búrhvalavaða. Nú blása þeir —
og nú felíur strókurinn . . .“
„Hvað' eru þeir langt undan, á
að gizka?“
„Svona um tvær mílur, líklega.“
Pollard sneri sér að Owe
Cliase. „Kallaðu alla á þiljur,
Chase.“
Langbátunum var rennt fyrir
borð. Hásetarnir hröðuðu sér
sem mest þeir máttu niður kað-
alstigana. Gengi allt að óskum,
yrði lagt af stað heim með kvöld-
inu.
Pollard skipstjóri stjórnaði
sjálfur fyrsta langbátnum, fyrsti
og annar stýrimaður hinum
tveim. Hásetarnir lögðust á árar,
og hinar léttu, rennilegu skeiðar
fjarlægðust móðurskipið drjúg-
um í hverju togi í áttina að
hvalavöðunni, enda þótt það
fylgdi þeim eftir.