Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 112
120
það sem spurningu eða mótmæli.
Chase stýrimaður hikaði við.
Honum varð litið þangað sem
svarti skutlarinn stóð frammi á
hvalbaknum, og einbeitti sér svo
að kaststöðunni, að hann virtist
ekki heyra orð af því, sem sagt
var kringum hann. Augu hans
voru hvesst á tröllhvelinu, sem
lyftist hægt úr kafi, og Chase
þóttist sjá að hann biti á jaxlinn.
Paterson var maður, sem mátti
treysta.
„Athugið það, drengir," mælti
Chase gætilega, „að við megum
gera okkur vonir um nokkra
uppbót á launin, ef okkur tekst
að ráða niðurlögum þessa mikla
hvals. Skipstjóranum þykir áreið-
anlega mikið til þess koma að
fá slíkan feng. Það er meira að
segja ekki útilokað, að hann veiti
áhöfninni romm, ef til þess kem-
ur.“
Nokkrir hreyfðu mótmælum,
en þó lögðust allir aftur á árar.
Chase leit undan, svo ekki yrði
séð að hann brosti.
Búturinn nálgaðist búrann
mikla. Þegar kom á hlið við
hann, laut Paterson nokkuð,
beygði sig i hnjáliðunum og stóð
gleitt til að verða sem stöðug-
astur, greip þeirri hendinni um
borðstokkinn, sem honum var
laus, en kreppti hina um oln-
bogann og lyfti skutlinum í axl-
arhæð.
ÚRVAL
Chase heyrði hve andardráttur
bátsverja varð ákafari, þegar
þeir reru upp að hvalnum. Sjálf-
ur fékk hann hjartslátt af kappi
og eftirvæntingu, þegar hann
hvarflaði augum um hinn tröll-
vaxna, ljósgráa, hrukkótta
skrokk.
Og allt í einu fetti Paterson
bolinn um leið og hann teygði
arminn réttan aftur, sveiflaði
honum leiftursnöggt fram og
laut eftir, en skutullinn flaug
úr hendi hans og dró á eftir sér
línuna.
Chase hló við, þegar hann sá
skutulinn smjúga inn í siðu tröll-
hvelisins upp á mitt skaft. Hann
hafði hálft í hvoru kviðið því
að hann gengi ekki inn úr ljós-
grárri, hrukkóttri húðinni.
Um leið fór titringur um
skrokk tröllhvelisins, líkt og
þegar fjallshlíð bifast við jarð-
skjálfta.
Ræðararnir lögðust fast á ár-
arnar, og stýrimaðurinn lagði
stjórnvöl hart fyrir, til þess að
báturinn kæmist undan áður en
tröílhvelið hæfi bægslaganginn,
tryllt af sársauka. Bilið var orð-
ið um sextíu fet, þegar hvalur-
inn bylti sér á hlið með furðu-
legum skjótleika og kafaði þvert
úr átt við stefnuna, sem hann
h'afði legið i, um leið og hann
sveiflaði hinum mikla sporði
sínum hátt yfir sjávarflöt.