Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 114
122
fyndi til kvíða sjálfur, svo hon-
um létti mjög, þegar svarti skutl-
arinn Paterson tók af skarið.
„Heyrðu, gamli minn,“ sagði
hann við matsveininn og glotti
út að eyrum. „Við höfum ekki
tíma til að hlusta á neinar ömmu-
sögur núna. Þú skalt sinna pott-
um þínum og pönnum — við för-
um að veiða hval.“
„Við ættum ekki að þurfa
þess,“ greip annar skipverji fram
i. „Þeir eru með sinn hvorn
hvalinn í togi, skipstjórinn og
annar stýrimaður.“
„He-yrið þið það?“ varð fyrsta
stýrimanni að orði. „Ef okkur
tekzt að handsama þá báða, ökum
við ekki seglum fyrr en við erum
komnir heim til Nantucket.“
Hásetarnir ráku upp fagnaðar-
óp, og þar með var rofinn sá
illi seiður sem svarti matsveinn-
inn hafði á þá fellt um stund.
Chase gekk út að borðstokkn-
um, skyggði hönd að augum og
starði út yfir hafið. Yzt við sjón-
arrönd gat að lita freyðandi
straumröstina aftur af báti skip-
stjórans, en sjálfur varð báturinn
varla greindur á skriðinu svo
langt var hann undan.
„Hann virðist sæmiiega fjör-
ugur, hvalurinn skipstjórans,"
varð honum að orði, og bauð
síðan þeim, sem við stýri stóð,
að breyta stefnunni um þrjú
strik á stjórnborða.
Ú R VA L
Skipið hafði siglt um mílu á
eftir báti skipstjórans, þegar
undrunar og óttakliður frá á-
höfninni vakti athygli hans á
hvithvelinu mikla, þar sem það
svam á hlið við skipið á kul-
borða, og ekki langt undan. Skip-
verjar störðu á það með ugg i
svip.
„Stærsti hvalur, sem ég hef
augum litið . . .“
„Níutíu fet, og ekki þumlung
þar undir . . .“
„Og hraðsyndur. Heldur fylli-
lega í við skipið, og virðist ekki
hafa mikið fyrir því . . .“
„Eða illúðlegur . . .“
„Skutullinn bætir varla úr
skapsmununum . . .“
Þótt nokkurt bil væri á milli,
sást greiniieg'a hvar skutulskaft-
ið stóð út úr síðu hvalsins, en
rautt blóð spýttist út með þvi
eftir hjartslætti skepnunnar, og
iagaði niður ijósa, hrukkótta
húðina.
„Hann hefur auga með okkur,“
sag'ði einhver með kvíða í rödd-
inni.
„Þvaður,“ mælti Chase fyrsti
stýrimaður hörkulega. „Hann
svamlar á eftir vöðunni." En
varla hafði hann sleppt orðinu,
þegar hvalurinn breytti skyndi-
lega um stefnu og' svam beint í
átt á skipið; jók stöðugt skrið-
inn að sama skapi og hann nálg-