Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 116
124
mikla slagsíðu, að áhöfnin flýði
i skyndi frá borði ofan í bátinn.
Þegar hann var kominn um tvær
iengdir frá, hallaðist „Essex“ svo
mjög, að ekkert virtist liklegra
en því mundi hvolfa þá og þegar.
„Þá kemur röðin að okkur,“
sagði svarti matsveinninn dverg-
vaxni. „Þetta er sjálfur djöfull-
inn í hvalslíki, og hann gleypir
okkur með húð og hári eins og
spámanninn Jónas forðum." Og
gamli svertinginn fórnaði hönd-
unum, tók að þylja bænir og
reri í gráðið.
Léttadrengurinn hnipraði sig
saman í stefni bátsins og hágrét
af hræðslu. Hinir af áhöfninni
þögðu, bitu á jaxlinn og voru
staðráðnir í að taka hverju sem
að höndum bæri eins og karl-
mönnum sæmdi. Og' þegar nokk-
ur stund var liðin án þess nokk-
uð sæist til ferða hvíthvelisins,
dró nokkuð úr kvíðanum.
„Kannski hann sé farinn?"
„Hann er að minnsta kosti
hvergi sjáanlegur,“ varð öðrum
háseta að orði og' var enn greini-
legur ótti i röddinni.
„Kannski hann hafi rotað sig,
þegar hann rauf byrðinginn?“
„Djöflinum verður ekke-rt að
meini,“ tautaði matsveinninn.
„Hann hefur komið fram hefnd-
um, og þvi er hann farinn."
Paterson skutlari rak upp hlát-
ur. „Ef þetta er djöfullinn í
ÚRVAL
hvalslíki, hvers vegna tortímdi
hann okkur þá ekki, gamli
minn?“
„Veg'na þess að honum er það
fremur að skapi, að við hljótum
langan og kvalafullan dauðdaga,“
svarði matsveinninn.
„Hver veit nema þar sé rétt til
getið,“ mælti bátsmaðurinn og
hló kaldranalega. „Við erum
staddir úti á reginhafi og' langt
frá öllum siglingaleiðum. Matar-
lausir, vatnslausir og allslausir.“
„Okkur verður bjargað af ein-
hverju skipi,“ svaraði Chase
sannfæringarlaust.
Um það bil klukkustundu síðar
bar að bát skipstjórans, en bát
annars stýrimanns litlu á eftir.
Báðir höfðu sleppt hvölum sín-
um, þegar þeir þóttust sjá loess
merki, að „Essex“ mundi í nauð-
um statt, enda þótt hvorugur
hefði grun um að ástandið væri
eins alvarlegt og raun bar vitni.
Sögðu þeir Chase og menn hans
nú hinum furðulostnu félögum
sínum upp söguna í aðalatriðum.
Pollard skipstjóri virti móður-
skipið fyrir sér, þar sem það lá
því sem næst á hliðinni. „Ég
geri ekki ráð fyrir að skipið
sökkvi nærri strax," sagði hann.
„Allar þessar hvals'ýsisámur í
lestinni ættu að halda því á floti
í nokkra daga að minnsta kosti.
Við höldum okkur í námunda
við það á meðan það er ofan-