Úrval - 01.12.1962, Side 117
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
125
sjávar, að vísu erum við ekki
nálægt neinum siglingaleiðum,
en það er ekki að vita nema
eitthvert annað hvalveiðiskip
slæðist hingað. En fyrst af öllu
verðum við að fara um borð, ná
í vatn og vistir og bjarga því sem
bjarg'að verður og lildegast er
að okkur komi að gagni.“
Því var lokið fyrir myrkur.
Hundrað kílógrömm af kexi og
tunna af drykkjarvatni var flutt
um borð í hvern hvalbát, en því
sem þá var eftir af vatni og
vistum, komið fyrir á hinum
hallandi þiljmn skipsins, til notk-
unar næstu dag'ana.
Tvær stuttar siglur voru sett-
ar á hvern hvalbát og borðstokk-
arnir hækkaðir um sex þuml-
unga, og til þess notuð sedrus-
viðarborð úr klefum yfirmann-
anna. Virtust langbátarnir þá
traustustu fleytur, en ekki var
Chase stýrimaður samt sérlega
vongóður.
Að því er næst varð komizt,
voru þeir staddir um 2.000 milur
undan ströndum Suður-Ameriku,
og var þang'að skemmst til landa,
er siðað fólk byggði. Sennilega
var skemmra til einhverra af
þeim ótal eyjum, sem krökkt er
af í Suðurhöfum, en þeim kom
saman um, að hyggilegra væri
að freista að sigla annaðhvort
til Chile að Perú, en ganga á
land í ókunnum eyjum, þar sem
eins var vist að á þá yrði ráðizt
af mannætum, eða þá, ef ekki
tækis svo illa til, að þeir yrðu
að dveijast þar, það sem eftir
var ævinnar.
Þann 22. nóvember lögðu
langbátarnir þrír svo af stað frá
hinu sökkvandi móðurskipi. Um
borð i þeim voru Iiásetarnir
seytján og þrír fyrrnefndir yfir-
menn.
Sjö manns var um borð i lang-
báti skipstjóra og annars stýri-
manns, en sex í báti Chase fyrsta
stýrimanns.
Þeir höfðu ekki siglt nema sex
sólarhringa, þegar svefnleysið,
hungrið og þorstinn tóku að segja
til sín. Menn gerðust viðskota-
illir, rauðeygðir og dökkir undir
hvörmum, og vonlausir um
björgun.
Hver maður fékk þá enn einn
pott af vatni á dag og hálfa aðra
kexköku.
Þann 7. desember hafði leiðir
langbátanna skilið nokltrum
sinnum, og allir voru þeir orðn-
ir rneira og minna lekir. Bátverj-
ar voru teknir að þjást mjög af
hungri og þorsta, en allan dag-
inn var brennandi sólskin, sem
gerði þeim þorstakvölina enn
sárári og varð þeim mesta tauga-
raun.
Þótt bátarnir væru búnir árum,
kom ekki til mála að áhafnir