Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 118
126
ÚR VAL
þeirra gætu róið, svo þrekaðir
og máttvana voru menn orðnir.
Lágu þeir lengst af undir þóftum,
og höfðu ekki þrek til að lyfta
hendi eða standa á fótunum.
Eina nóttina rigndi nokkuð, og
var þeim það nokkur svölun,
enda þótt þeim nýttist ekki vatn-
ið, nema það, sem draup í opinn
munn þeim.
Þann 17. desember gerði blæja-
logn. Langbátarnir vögguðust
mjúklega á bárum Kyrrahafsins,
eins og' leikfangaskip i baðkeri.
1 fulla þrjá sólarhringa bærðist
ekki hár á höfði manns. Seglin
héngu við siglur, máttvana eins
og áhafnirnar. Þá fer þessu að
verða lokið, hugsaði Chase með
sér.
Enginn gerðist nú framar til
að henda gys að trúrækni mat-
sveinsins, svarta Thomasar.
Hann stjórnaði bænahaldi á
hverjum degi, og eins oft á nótt-
unni, og margir lásu faðirvor og
tuttugasta og þriðja sálm Davíðs
án afláts, auk ýmissa annarra
ritningarkafla. Sat gamli, hrukk-
ótti og gráhærði svertinginn á
miðþóftu og stjórnaði þaðan
bænahaldinu.
í fulla þrjá daga lá þessi fá-
skipaði floti í byrleysu á logn-
sléttum sjávarfletinum. Að und-
anskildum tveim mönnum, þeim
Paterson skutlara og Chase fyrsta
stýrimanni, lágu allir undír þóft-
um; sat annar þeirra í stafni
en hinn í skut og störðu út yfir
spegilslétta víðáttu hafsins.
Dag nokkurn veitti Chase því
athygli, að hvítu mennirnir i
bátnum voru orðnir svo hörunds-
blakkir af sól, að ekki var nokk-
ur leið að sjá mun á þeim og
svertingjunum.
„Yið gætum næstum því verið
bræður,“ sagði hann við Pate-r-
son.
„Við gætum verið það,“ varð
skutlaranum að orði, en svo bætti
hann við og glotti kalt. „Næstum
því.“
Þann 18. desember varð einn
af bátunum lekur við kjöl. Timb-
urmaðurinn taldi því aðeins unnt
að gera við lelcann svo öruggt
reyndist, að einhver kafaði undir
bátinn og beygði naglana með
barefli. Skipstjórinn spurði
hverjir byðust til þess, en eng-
inn gaf sig fram.
„Þá það,“ varð skipstjóranum
að orði. „Við verðum þá að velja
einhvern til þess.“
Chase fékk ákafan hjartslátt.
Hann hugsaði sem svo, að til
þess arna hefði enginn mátt leng-
ur, ekki einu sinni til að valda
bareflinu. Hann blygðaðist sín
fyrir hve feginn hann var, að
hann skyldi ekki koma sjálfur
til greina, þar sem hann var einn
af yfirmönnunum.
Skipstjórinn virti fyrir sér