Úrval - 01.12.1962, Side 119
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
127
mennina í sínum eigin báti, svip-
aðist síðan um í hinum bátunum
tveim. Hann virtist eiga örðugt
með að taka ákvörðun. Svo laut
hann höfði og mælti lágt: „Kann-
ski að þú veljir einhvern af þín-
um mö-nnum, Chase. Það lítur
helzt út fyrir að þeir séu í öllu
betra ásigkomulagi, en mennirn-
ir í hinum bátunum . . .“
Chase reiddist svo, að hann
iangaði mest til að stökkva yfir
í bátinn til skipstjóra og snúa
hann úr hálsliðnum. Hann starði
ásakandi á hann, en Pollard
varaðist að lita í áttina til hans.
Hann húkti í bát sínum, skin-
horaður og visinn og starði fram
undan sér eins og í leiðslu; ekki
nema svipur hjá sjón, saman-
borið við það, sem hann hafði
áður verið.
Svo aumlegur var hann ásýnd-
um, að stýrimaðurinn gat ekki
einu sinni verið honum reiður
til lengdar.
Chase stýrimaður tók skyndi-
lega ákvörðun, þreif exi undan
þóftunni og hugðist klifa fyrir
borð. Það er bezt að ég geri þetta
sjálfur," sagði hann.
„Biddu andartak. Ég kem með
þér.“ Paterson beið ekki svars,
en stej'pti sér útbyrðis við stafn.
Þeir köfuðu síðan til skiptis, og
tókst timburmanninum að ganga
þannig frá viðgerðinni, að hann
taldi hana örugga. En um leið
gerðu þeir og furðulega upp-
götvun — byrðingur bátsins var
allur skeljum gróinn neðan
vatnslínu.
Þegar viðgerðinni var lokið,
og Chase hafði kastað mæðinni,
tók hann einn af þessum litlu
skelfiskum og stakk í munn sér
til reynslu. Hann var mjúkur
undir tönn og hinn ljúffengasti
á bragðið.
„Matur . . . matur . . .“ hróp-
aði hann. „Ljúffengasta næring,
sem ég hef nokkru sinni bragð-
að.“ Bátsverjar skreiddust und-
an þóftunum og störðu út fyrir
borðstokk stórum augum.
„Matur, hvar?“ spurðu þeir
tortryggnir.
Chase hló. „Við höfum setið
á honum, hamingjan má vita hve
lengi, án þess að hafa hugmynd
um það. Þetta er skelfiskur, sem
situr í klösum á botni bátsins."
Áhafnir bátanna ruddust fyrir
borð, án þess að hafa i rauninni
nokkurn mátt til þess. Með busli
og gusugangi náðu þeir sér i
hverja munnfyllina af annarri,
unz ekki var skel eftir á botn-
borðunum.
Loks veitti einhver því athygli
að» senn var myrkt af nótt. Og
nú fyrst komust bátsverjar að
raun um, að fyrir hækkunina
voru bátarnir svo hátt úr sjó, að
jieir náðu þar ekki handfestu.
Fyrst í stað hlógu þeir að þessu,