Úrval - 01.12.1962, Side 121
SANNLEIKURINN
Paterson laut út fyrir borð-
stokkinn og teygði arminn í átt-
ina að þeim, sem hafði móðgað
hann. „Okkur Iangar alla til að
]ifa,“ mælti hann kuldalega.
„Taktu um hendi mér, Nichol-
son.“
A fjórða degi rann á harður
byr, og þann 20. desember höfðu
þeir landsýn, en svo máttfarnir
og þrekaðir voru þeir orðnir, að
það vakti eklci slílcan fögnuð hjá
þeim og við hefði mátt búast.
Eftir því sem þeir gátu komizt
næst, var þetta ein af Ducieyj-
unum.
Það var orðið myrkt af nótt
þegar þeir lentu og hnigu mátt-
vana niður i sandinn í flæðar-
málinu. Og þarna í mjúkum og
hlýjum sandinum nutu þeir næt-
urværðar í fyrsta skipti eftir að
þeir yfirgáfu „Essex“.
Þeir vöknuðu í sólarupprás
morguninn eftir, og voru þegar
til valdir menn að ieita að vist-
um og vatni.
Vistirnar reyndust ekki vand-
fundnar. Torfur smáfiska voru í
bárubrotinu i flæðarmálinu, svo
þeir gátu ausið þeim upp með
höndunum. Átu þeir fiskinn hrá-
an, og með honum jurtir og ræt-
ur, sem Chase bar kennsl á að
voru góðar til fæðu. En örðugra
virtist ætla að verða að finna
vatnið, og fóru þeir víða um eyna
UM MOBY DICK 129
án þess leit þeirra bæri nokk-
urn árangur.
Þegar skyggja tók söfnuðust
þeir aftur saman við bátana,
þreyttir og vonsviknir, og lögð-
ust flatir í sandinn.
Chase bjóst við að það mundi
verða síðasta sólarlagið, sem
hann liti augum. Það virtist ætla
að koma á daginn, að þeim væri
bráðari bani búinn á landi en
sjó.
Þegar hann þóttist viss um að
hinir mundu allir sofnaðir, stóð
hann á fætur og gekk eftir fjör-
unni að klettarifi, sem gekk fram
í sjóinn.
Þegar hann kom fram á tang-
ann, varð honum stigið ofan í
poll milli tveggja steina, og fann,
sér til undrunar, að þar var mun
kaldara en sjórinn. Hann laut
niður, tók vatn úr pollinum í
lófa sér, og ætlaði varla að trúa
sjálfum sér, þegar hann bragð-
aði á og fann að þar var um
tært vatn að ræða.
Daginn eftir ræddu þeir hvað
gera skyldi. Pollard skipstjóri
áleit, að þeir gætu ekki dvalizt í
eynni til lengdar. Hún var langt
frá öllum siglingaleiðum, og ekki
annað sýnna en að þeir mundu
bera þar beinin, ef þeir héldu
ekki á brott þaðan.
Fyrst i stað neituðu allir harð-
lega að fara um borð í langbát-
ana afíur. En nokkrum nóttum