Úrval - 01.12.1962, Síða 122
130
síðar gerðist það, að eldingu
lauzt niður á klettatangann og
eyðilagðist þar vatnsból þeirra.
Nú var ekki um annað fyrir
þá að velja, en fara að uppá-
stungu skipstjórans. Sex dögum
eftir að þeir lentu á eynni,
ákváðu þeir að leggja í haf aft-
ur. Þrír þeirra voru þó svo mátt-
farnir og lasburða, að þeir
treystu sér ekki til að þola harð-
ræðið um borð. Voru það þeir
Chappel þriðji stýrimaður og
tveir hásetar, William Wright og
Seth Weeks. Þann 26. desember
stóðu þeir i flæðarmálinu þrír
saman, og horfðu á eftir bátnum.
Þær litlu vistir, sem bátsverj-
ar höfðu með sér úr eynni, ent-
ust þeim ekki nema fyrstu dag-
ana. Eftir það brögðuðu þeir
ekki mat í tíu sólarhringa. Og
þar sem þeir voru of máttfarnir
ti! að haga seglum og of sljóir
tii að rcikna út stefnuna, létu
þeir berast fyrir stormi og
straumi hvert sem vera vildi.
Þann 10. janúar lézt Mathew
Joy og voru þá eklci nema fimm
eftir um borð i báti Chase stýri-
manns. Var líkinu varpað fyrir
borð án mikillar athafnar.
Tveim sólarhringum síðar
gerði hvassviðri mikið og sleit
þá samfloti með bátunum fyrir
fullt og allt. Chase þóttist viss
um að þeir mundu farast í storm-
inum, en svo fór ekki, og enn
ÚRVAL
voru þeir fimm saman á lífi,
þegar veðrinu slotaði — hann,
Richard Paterson skutlari, Ben
Lawrence, Tom Nicholson og
Isaac Cole.
Oga þr eð bátur þeirra hafði
verið sjófærastur, töldu þeir vist
að báðir bátarnir hefðu farizt.
„Þá erum við ekki nema fimm
eftir,“ mælti Chase dapurlega.
„Við verðum ekki nema fjórir
áður en langt um líður,“ varð
Cole að orði. „Ég hjari ekki lengi
úr þessu.“
Það reyndist og orð að sönnu.
Isaac Cole lézt þann 20. janúar
1821.
„Á ég að varpa líkinu fyrir
borð, Chase stýrimaður “ spurði
Paterson.
Allt kvöldið hafði hræðileg
hugsun ásótt Chase, er hann
horfði á hinn deyjandi mann.
Nú þorði hann ekki einu sinni
að líta þangað, sem líkið lá í
bátnum.
„Já, varpaðu því fyrir borð, og
það sem fyrst,“ svaraði hann
harðmæltur.
„Bíddu andartak, Paterson,“
flýtti Tom Nicholson sér að
segja.
„Hvað áttu við?“ spurði Chase.
Nicholson hikaði við að svara,
en leit til Lawrence. Það var eins
og með þeim yrði þegjandi sam-
komulag og litu þeir nú báðir
til Chase.