Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 123
SANNLEIKURINN UM MOBY DICK
131
Þá gerðist það, öllum þeim til
mikillar undrunar, að skutlarinn
tók að hlægja. Og loks hló hann
svo ákaft, að hann fékk ekki við'
sig ráðið, en titraði og skalf eins
og í krampaflogum. „Hann er
orðinn brjálaður,“ sagði Tom
Nicholson óttasleginn.
Paterson hristi höfuðið í mót-
mælaskyni, en kom ekki upp
neinu orði í bili.
„Hvað gengur að þér, Pater-
son?“ spurði Chase loks all-
reiðilega.
„Ekkert,“ gat svertinginn loks
stunið upp. „Mér finnst þetta
bara dálítið einkennileg tilvilj-
un. Munið þið hvað gerðist,
kvöldið se-m við vorum að bisa
við að komast upp í bátana? Var
það ekki eimnitt Tom Nichol-
son, sem kallaði mig mannætu?“
Nicholson fól andlitið í hönd-
um sér. Chase glotti hörkulega.
„Ég geri ráð fyrir því, að það
sé einróma álit okkar, mannæt-
anna fjögurra, að þetta sé okkar
eina von til að halda lífi. Og ég
geri líka ráð fyrir að Isaac vesa-
lingurinn hreyfi ekki mótmæl-
um.“
Þann 30. janúar var hungrið
enn orðið þeim óbærilegt. Þeir
ákváðu þá að varpa hlutkesti
um hver þeirra fjögurra ætti að
leggja hinum þrem til matarforða
í bili. Það gerðu þeir, og kom
upp hlutur svertingjans, Richards
Patersons skutlara. Átti Tom
Nicholson að bana honum með
skammbyssu Chases stýrimanns.
Nicholson kjökraði og bað
svertingjann að meg'a deyja í
hans stað.
Patherson hristi höfuðið. „Það
er ekkert lakara að deyja á þenn-
an hátt, en með einhverju öðru
móti. Þetta var heiðarlegt hlut-
kesti og aðstaða allra jöfn. Og
meira verður ekki krafizt . .
Þann 17. febrúar höfðu þeir
enn undirbúið samskonar hlut-
kesti, þegar Chase sá til skips
úti við sjóndeildarhring. Skömmu
seinna var þeim þrem, Chase,
Nicholson og Lawrence, bjargað
af briggskipinu „India“, en skip-
stjórinn var William Craig frá
Lundúnum. Nokkru seinna fannst
bátur Pollards skipstjóra, og var
hann sjálfur þar einn eftir á
lífi við annan mann. Til þriðja
bátsins spurðist aldrei.
Þegar þeir sem af komust
höfðu sagt hafnaryfirvöldunum
í Valpariso hrakningasögu sína,
var hvalveiðiskipið Surrey sent
til að sækja þá, sem eftir höfðu
orðið í eynni. Þar með var lokið
einhverjum mesta harmleik, sem
um getur í annálum siglinganna.