Úrval - 01.12.1962, Side 125
SVOLITIÐ UM SVITA
133
nægja til þess, aS þér gæti liðið
þolanlega. Og þar að auki er það
ekki eins auðvelt og það virðist
vera.
Svitaútgufunin jafnar reikning-
ana. Hún gerir allan muninn. Það
er auðveld aðferð til þess að
losna við hita úr likamanum,
vegna þess að sérhver svitadropi
drekkur í sig mikinn hita, um
leið og hann gufar út úr líkam-
anum, og þannig kælir hann húð-
ina fljótt og rækilega.
Svitaútgufunin er aðeins mjög
hæg, ef loftið er rakt og inniheld-
ur þegar næstum eins mikla
vatnsgufu og því er fært. Loft-
stillur hafa sömu áhrif, vegna
þess að loftið næst húðinni verð-
ur fijótlega mettað af vatnsgufu.
Því líður flestu fólki illa í mollu-
legu veðri, og því geta loftræst-
ingatæki, sem koma loftinu á
hreyfingu, verið mikil hjálp.
Einhvern tíma hlýturðu að
hafa orðið að sleikja svitann af
vörum þér, og' þá hefurðu fundið,
að hann er saltur, enda eru að-
alefni hans salt og vatn. Þegar
vatnið gufar upp, verður saltið
eftir, og stundum má greina salt-
kristalla (korn) ofan á húðinni.
Saltið í svitanum virðist ekki
gegna neinu sérstöku hlutverki.
Ef til vill er það aðeins til ó-
þurftar, þar sem það hindrar út-
gufun og einnig vegna þess aö
stundum tapar líkaminn þannig
svo miklu salti, ef hann svitnar
ákaflega, að saltmagn hans verð-
ur of lítið.
Slíkt getur valdið hvimleiðum
og kvalafullum krampa, og var
hann algengúr meðal námu-
manna og kyndara, áður en or-
sakir hans urðu kunnar. Mjög
auðveld aðferð var til þess að
hindra hann. Salti var bætt í bjór
námumannanna eða í drykkjar-
vatn þeirra. Saltkeimurinn er
alls ekki hvimleiður þeim, sem
þjáist af saltskorti.
Fólk, sem þola verður hita að
staðáldri, venst honum smám
saman. Likami þess verður leikn-
ari í að losna við hita. Þá geng-
ur því betur að vinna í hitum en
áður og líður yfirleitt betur en
annars væri. Eftir að fólk hefur
vanizt hitunum, hefst svitaútguf-
unin miklu fyrr en áður, og svit-
inn inniheldur miklu minna salt,
svo að minni hætta verður á
saltskorti í líkamanum, en ann-
ars væri.
Ýmisleg vandamál skapast,
þegar fólk hefur ekki tækifæri
til þess að venjast miklum hit-
um smám saman. Þegar hefur
saltskorturinn verið nefndur, en
hann er einnig stundum nefndur
hitaörmögnun. Hitaslag orsak-
ast af of mikilli hitun líkamans,
og' er það annars eðlis en salt-
skorturinn. í mjög miklum hita
vinnur heilinn ekki á réttan hátt,