Úrval - 01.12.1962, Side 126
134
U R V A L
og ein af stöðvum hans, sem
lamast, er sú, sem stjórnar hita-
temprun líkamans, þ. e. stjórnar
svitaútgufun og blóðrás húSar.
Ofhitun líkamans vegna stíflu í
svitakirtilgöngum.
• í þriðja lagi er það mögulegt,
að líkaminn ofhitni vegna stíflu
i göngum svitakirtlanna. Þetta
er algengur kvilli meðal þeirra,
sem nýkomnir eru til heitra
landa, og er þá um það að ræða,
að hinir örmjóu kirtilgangar,
sem liggja frá svitakirtlunum
upp á yfirborð húðarinnar, stifl-
ast. Eftir að gangurinn hefur
stíflazt, kemst svitinn ekki upp
á yfirborð húðarinnar, heldur
verður kyrr í húðinni. Stundum
má þá greina örlitlar svitablöðr-
ur, og stundum síast hann út
um veggi kirtilganganna inn í
búðina og veldur bólgu, kláða og
óþægilegu upphlaupi húðarinnar.
Ýmislegt stuðlar að slíkri stíflu
í göngum svitakirtla, t. d. nún-
ingur fatnaðar við húðina,
þykknun yzta lags húðarinnar,
sem orsakast aftur af of mikilli
veru í sólskini, og mikið salt-
magn á yfirborði húðarinnar.
Slík ofhitun líkamans á sér ekki
eingöngu stað í heitu loftslagi,
heldur þegar líkaminn er hald-
inn sjúkdómum, sem hafa í för
með sér mikla hitasótt, sem gerir
það að verkum, að sjúklingurinn
svitnar skyndilega mikið. Þessi
ofhitun er ekki óalgeng meðal
ungbarna, þegar þau verða að
þola mikla hita í fyrsta skipti
eða þegar þau eru stöðugt dúðuð
í allt of mikil föt eða undir of
miklum ábreiðum. En þeim
batnar fljótt, þegar mæðurnar
gera sér grein fyrir því, hvað
þessu veldur, og gera sínar gagn-
ráðstafanir.
Flestir svitakirtlanna, sem
framleiða tæran svita, vinna að
hitatemprun líkamans, en nokkr-
ir taka alls engan þátt i henni.
Það eru aðallega svitakirtlarnir
í lófum og iljum. Svitaútgufun á
þessum stöðum er nok'kurs kon-
ar sjálfvirkur undirleikur and-
legra starfa og tjáningar tilfinn-
ingalifsins, og einbeiting við sér-
hvert starf veldur aukinni svita-
útgufun þar. Lófar og iljar svitna
því ekki, þegar líkaminn og hug-
urinn eru í hvíld, eins og í svefni
til dæmis.
Þetta er nefnd tilfinningaleg
svitaútgufun, og hún getur einnig
átt sér stað annars staðar á yfir-
borði líkamans, fyrst og fremst
í andliti og handarlcrikum, en á
þeiin stöðum er hún þó eingöngu
áberandi við aðstæður, sem valda
mikilli taugaþenslu, t. d. við
þýðingarmikil viðtöl eða í kvala-
köstum.
Þessháttar svitaútgufun lóf-