Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 127
SVOLlTIÐ UM SVITA
135
anna gegnir ekki neinn mikils-
verðu hlutverki, en er þó ein-
staka sinnum gagnleg, t. d. þegar
maður reynir að skrúfa !ok af
flösku. Sé liöndin of þurr eða
rök, rennur hún á lokinu, en ná
má góðu taki, ef hún er örlítið
rök. Fyrr á þrónuarskeiðinu hef-
ur þessi svitaútgufun vafalaust
gegnt miklu mikilsverðara hlut-
verki. Líf apans hefur vel getað
verið komið undir því, hvort hon-
um tækist að hanga föstum i
trjágrein sinni. Nú á dögum spýt-
ir járnsmiður þorpsins í lófann,
svo að hann nái betra taki á stóra
hamrinum sínum.
Fólki finnst sveittar hendur
vera fremur hvimleiðar. Rakt
handtak er ekki álitið ákjósanlegt
í samskiptum fólks. Svitaútguf-
unin, sem fylgir einbeitingu við
vinnu í skrifstofunni eða við vél-
ina í verksmiðjunni, getur eyði-
lagt skrifpappír eða viðkvæma
málmhluti. Slik vandamál hefj-
ast tíðum á kynþroskaaldrinum,
þegar unglingurinn gerist sjálf-
gagnrýninn og feiminn og verð-
ur vandræðalegur og miður sín
án mikils tilefnis. Ástand þetta
stendur siðan oft í mörg ár, en
það hefur tilhneigingu til þess að
lagast siðar meir.
Tvær aðferðir eru beztar til
þess að fást við mikla svitaút-
gufun af þessu tagi. Alls konar
töflur og pillur eru fáanlegar,
sem draga úr svitaútgufun. Þær
vinna að því að hindra svita-
kirtlana i því að svara taugaboð-
um, sem þeim berast frá heilan-
um. Áhrif hvers skammts standa
í nolekra klukkutíma, svo að taka
verður nýjan skammt, í hvert
sinn sem draga á úr svitaútgufun-
inni, jafnvel 23 sinnum á dag,
ef þörf krefur. Aðra aðferð má
nota til þess að vinna geg'n þess-
ari svitaútgufun, og er hún var-
anlegri. Þá eru tengsli tauganna
við svitakirtlana rofin með' upp-
skurði Uppskurðurinn er kallað-
ur „sympathectomy" vegna þess
að taugarnar, sem um er að ræða,
tilheyra hnoðtaugakefinu, sem
er hluti sjálfvirka taugakerfis-
ins, alveg aðskilið frá því, sem
stjórnar sjálfum hreyfingum og
meðvituðum áhrifum og við-
brögðum.
Svitaútgufun á iljum e-r yfir-
leitt ekki eins hvimleið og í
lófum. Sé um vandamál að ræða
í því sambandi er það ónóg svita-
útgufun. Samsafn svita í skóm
með lítilli loftræstingu gerir
húðina raka og við þessar að-
stæður fjölgar sýklum og svepp-
utn mjög ört. Rotnun svitans og
yzta lags húðarinnar af völdum
sýkla veldur hinum sérstaka þef,
sem fylgir sveittum fótum. Rök
húð fótanna flýtir einnig fyrir
sveppasýkingu.