Úrval - 01.12.1962, Page 128
136
U R V A L
Sokkar, sem draga í sig svita.
Einfalt ráð, sem hjálpar tölu-
vert, er aS ganga í ullar- eða
baðmullarsokkum, sem draga í
sig svita, og skóm með góðri loft-
ræstingu. Opnir ilskór eru sér-
staklega hentugir. Fótaduft er
einnig gagnlegt ráð. Sé þörf fyr-
ir frekari ráðstafanir, mætti fá
sér fótabað daglega i daufri upp-
lausn af formalíni eða aluminium
chioride, sem dregur úr svitaút-
g'ufun, líklega með því að stífla að
einhverju leyti ganga svitakirtl-
anna. Þessar upplausnir reyn-
ast ekki vel, hvað svitaútgufun í
lófum snertir, en mjög vel, hvað
svitaútgufun á iljum snertir.
Mjög sjaldan er þörf fyrir upp-
skurð (sympathectomy) til þess
að ráða bót á of mikilli svitaút-
gufun á fótum.
Um er að ræða aðra tegund
svitaútgufunar, sem snertir alls
ekkert hitatemprun líkamans, né
sveiflur tilfinningalífsins, heldur
eing'öngu bragðið af vissum fæðu-
tegundum. Slikt hefur venjulega
áhrif á svitaútgufun í andliti eða
höfuðsverði. Næstum allir svitna
á þeim stöðum, ef þeir bragða
sterkt karry, en sumt fólk svitn-
ar þar einnig, ef það bragðar
beiska ávexti eða edik, aðrir, ef
þeir smakka kjöt, og enn aðrir,
er þeir borða súkkulaði. Enn er
það leyndardómur, hvernig þetta
furðulega viðbragð myndast, og
sama er að seg'ja um ástæðuna
fyrir viðbragði þessu.
Hér að framan hefur aðeins
verið fjallað um litlu svitakirti-
ana, sem framleiða tæran svita.
Stærri kirtlarnir hafa allt öðru
hlutverki að gegna, og virðist það
vera alveg gagnslaust hjá nútíma-
fólki. Þessir kirtlar samsvara í
raun og' veru ilmkirtlum dýra.
Hinn gruggugi, þykki sviti, sem
þeir framieiða, kemur fram sem
litil kúla við venjulega æsingu
og kynæsingu eða kvalafulla örv-
un. Þegar þessi sviti er nýútguf-
aður, hefur hann enga lykt, en
eftir tiltölulega stuttan tiina
mynda sýlclar rotnun i honum,
og joá myndast hin sérstaka svita-
lykt eða „líkamslykt", sem við
álítum ekki viðeigandi og er mis-
jafnlega sterk hjá hinum ýmsu
einstaklingum.
Sums staðar á hnettinum er lykt
þessi í hávegum höfð, og vilji
eiginkona á þeim slóðum fá að
ráða einhverju máli, þá getur hún
átt það til að hóta að þvo sér,
svo að eiginmaður hennar fái
ekki að njóta þessarar eftir-
sóttu lyktar. En i Evrópu, og
miklu fremur i Ameríku, eyða
konur mikilli orku og sýna mikla
hugvitssemi til þess að losna al-
gerlega við lykt þessa.
Áhrifaríkasta aðferðin til þess
er fólgin i því að draga úr sýkla-
g'róðri í handarkrikunum með