Úrval - 01.12.1962, Page 130
138
Ú R V A L
Með
rafeindakerfi
má fylgjast með líðan
margra sjúklinga
samtímis
SJÚIíRAHÚSI fram-
tíðarinnar v e r ð u r
jafnan hægt að fylgj-
ast með líkamshita
sjúklinga, hjartslætti
þeirra og andardrætti frá nokk-
urs konar rafeindamiðstöð, sem
komið verður fyrir á hverri hæð
sjúkrahússins. Þessi miðstöð tek-
ur á móti upplýsingum frá ótal
örlitlum rafeindamælitækjum,
sem útvarpa niðurstöðum mæl-
inganna.
RCA-fvrirtækið (Radio Corpo-
ration of America) hélt nýlega
sýningu á slíku kerfi, sem var
byggt í tilraunaskyni. Var bað
hjartalínuritari með mjög næmu
senditæki, litlu stærra en syk-
urmoli. Mælirinn er lagður npp
við húð sjúklingsins, á handleg'g,
við fingurgóma eða annars stað-
ar, og tækið mælir hjartastarf-
semina út frá þeim rafbylgjum,
sem hún orsakar i líkamanum
og útvarpar síðan niðurstöðum
mælinganna til loftnets annars
staðar í herberginu. Þessar nið-
urstöður koma svo fram sem
hjartalinurit á móttökutæki i
skrifstofu læknis eða hjúkrunar-
konu á sömu hæð í húsinu. Með
þessu móti þarf engar vírteng-
ingar milli sjúklings og mótr
tökutækis.
Unnið er að gerð svipaðra
smátækja, sem gætu framkvæmt
margs konar mælingar á líkams-
hita, andardrætti og hjartslætti,
og' síðan útvarpað þeim. Tækin
eru byggð inn í örlitlar umbúð-
ir, sem sjúklingarnir geta haft
á sér án minnstu óþæginda. Þau
gera stöðugar mæiingar, sem
koma fram í miðstöðinníi, og
þannig geta hjúkrunarkonur og
læknar fyigzt með líðan sjúk-
linganna.